30 milljónir skammtar af Moderna á leið í ruslið – „lítil eftirspurn,“ segir forstjórinn

frettinInnlendarLeave a Comment

Árlegur fundur Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) stendur nú yfir í Davos í Sviss þar sem saman koma margir af ríkustu mönnum heims. Stofnandi og framkvæmdastjóri samtakanna er Svisslendingurinn Klaus Schwab, höfundur bókarinnar COVID-19: Great Reset.

Forstjóri Moderna, Stéphane Bancel, var meðal gesta og sagði að fyrirtæki hans væri að fara að henda 30 milljónum COVID-19 skammta á ruslahaugana.

„Það er leiðinlegt að segja að ég sé að fara henda 30 milljónum skammta í ruslið því enginn vill þá. Við erum að glíma við mikinn eftirspurnarvanda,“ sagði Bancel.

Hann nefndi líka að Kínverjar vilja ekki mRNA bóluefni sem hefur mikið að segja hvað eftirspurn varðar (Pfizer og Moderna eru mRNA bóluefni).

Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið Moderna hefur framleitt bóluefni. Um 20 þúsund Íslendingar eru fullbólusettir með lyfinu.

Hér má heyra forstjórann upplýsa ráðstefnugesti um söluvandann:


Skildu eftir skilaboð