„Grunsamlegur“ bandarískur blaðamaður handtekinn á World Economic Forum í Davos

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríski blaðamaðurinn og þáttastjórnandi Human Events Daily, Jack Posobiec, var handtekinn ásamt áhöfn sinni í Davos í Sviss á mánudaginn, á fyrsta degi hinnar árlegu ráðstefnu World Economic Forum.

"World Economic Forum lögreglan" hefur að sögn neitað að upplýsa Posobiec og áhöfn hans hvers vegna þeir voru handteknir, en Posobiec sagði síðar við miðilinn The Post Millennial að honum hafi verið sagt að þeir litu „grunsamlega út“ vegna þess að þeir væru að taka upp við innganginn.

Posobiec segist hafa sýnt lögreglunni vegabréf sín og blaðamannapassa klukkutíma áður. Í vitaðli í þættinum Charlie Kirk Show sagði Posobiec að hann hafi verið spurður af yfirvöldum hvað Turning Point USA væri og hvers vegna þeir væru í Davos.

Hann segir að yfirvöld hafi beðið hann um að afhenda myndbandsupptöku og reynt að skilja hann frá áhöfn sinni.

„Aldrei útskýrðu þeir fyrir okkur hvers vegna við værum teknir. Ég vil hafa eitt á hreinu, við höfðum þegar gefið upp nafn okkar, vegabréf okkar og blaðamannapassa um það bil klukkustund áður,“ sagði Posobiec sem síðan sagði að yfirvöld virtust hafa fletti honum og hans liði upp eftir að hafa framvísað öllum gögnum stuttu áður.

Hér má heyra Posobiec lýsa atburðinum:


Skildu eftir skilaboð