WHO vill meira fjármagn og samhæfða ritskoðun ,,rangra upplýsinga“ um faraldur

frettinErlentLeave a Comment

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Dr. Tedros Ghebreyesus, sagði aðildarríkjum að hann þyrfti meiri fjármagn til að byggja upp alþjóðlegt „heilbrigðisöryggisskipulag“ nú þegar ríki heims eru að undirbúa undirritun heimsfaraldurssáttmála, sem hefur verið nokkuð umdeildur.

WHO kom saman á sjötugasta og fimmta Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf í vikunni, á sama tíma og World Economic Forum kom saman í Davos.

Þann 23. maí kynnti Tedros áætlun WHO:

„Í samráði við aðildarríkin hefur stofnunin útbúið tillögur um réttlátari og meira samhangandi alþjóðlegt skipulag sem unnið hefur verið úr hinum ýmsu umsögnum varðandi alþjóðleg viðbrögð við heimsfaraldri. Alþjóðasáttmálinn sem aðildarríkin eru nú að semja um mun veita mikilvægan og yfirgripsmikinn lagaramma þar sem gerðar eru tíu tillögur á þremur lykilsviðum,“ sagði Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.

Sviðin sem framkvæmdastjórinn tilgreindi voru ábyrg og vel skipulögð stjórn, sterkara greiningar- og viðvörunarkerfi, og innlend og alþjóðleg fjármögnun.

„WHO þarf að vera sterkari stofnun og fjármögnunin þarf að vera sjálfbærari.“

Eins og miðillinn Counter Signal greindi frá, leitast WHO einnig við að nota alþjóðlega sáttmálann til að ritskoða það sem stofnunin kallar „rangar upplýsingar“ um COVID-19.

Samkvæmt WHO munu stjórnvöld ríkja fá aðstoð við að „samræma samskipti og upplýsingastjórnun og áætlanir sem tryggja heilbrigði og velferð“ og styrkja sig gagnvart „röngum upplýsingum.“

Leslyn Lewis, frambjóðandi Íhaldsflokksins í Kanada, hefur varað við því að sáttmálinn muni í raun framselja fullveldi Kanada í heilbrigðismálum til hinnar alþjóðlegu stofnunar ef verði samningurinn undirritaður.

„Ef 190 ríki koma saman til að setja saman rammaáætlun um sáttmála, og þau hafa þegar hist tvisvar, í desember og mars - þá er það ekki kenning, það er í raun staðreynd. Og þetta er eitthvað sem er að gerast, WHO er að leggja til alþjóðlegan heimsfaraldurssáttmála og það mun takmarka ákvörðunarrétt fullvalda þjóða, t.d. hvort og hvenær landamærum verði lokað og hvers konar varnarbúnaður verður notaður, “sagði Lewis.


Skildu eftir skilaboð