Trudeau hrökklast burt vegna mótmæla – viðburðurinn fluttur á ZOOM

frettinErlentLeave a Comment

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, neyddist til að hætta við að koma fram á fjáröflunarsamkomu í Surrey í Kanada á þriðjudaginn vegna fjölda fólks sem mótmælti veru hans þar.

„Trudeau verður að fara! Trudeau verður að fara“ hrópaði fólkið og veifaði kanadíska fánanum.

Á endanum ákvað Trudeau að hætta við að koma fram í eigin persónu og valdi að ávarpa fundarmenn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Hann sagði í kjölfarið að hann myndi snúa aftur til Surrey í framtíðinni.

Flokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn, reyndi á eftir að gera lítið úr mótmælendum með því að gefa út yfirlýsingu þar sem vísað var í áhyggjur af öryggi Trudeau, þrátt fyrir að engar vísbendingar hefðu verið um að mannfjöldinn væri á nokkurn hátt ofbeldisfullur.

Annað sinn á tveimur dögum

Þetta var í annað skiptið á einum sólarhring sem veru Trudeau var mótmælt.

Í heimsókn til frumbyggja í Kamloops deginum áður sögðu mótmælendur forsætisráðherranum beinlíns að koma sér burt og kölluðu hann „glæpamann.“

Mótmæli gegn Justin Trudeau og fasískri stefnu hans eru orðin mjög algeng og ekki er langt síðan komu hans á Evrópuþingið var harðlega mótmælt af þingmönnum sem kölluðu hann m.a. einræðisherra.


Skildu eftir skilaboð