Bóluefnið við bólusótt með sterkustu tengslin við hjartavöðvabólgu

frettinInnlendarLeave a Comment

Í grein frá 2018 sem birt var á National Library of Medicine (NLM) er fjallað um tengsl bólusóttarbóluefnis (e.smallpox) og hjartavöðvabólgu.

Í greininni sem ber titilinn „Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusóttarbólusetningar“ segir að af öllum bóluefnum hafi bóluefnið við bólusótt sterkustu tengslin við hjartavöðvabólgu.

Heilbrigðisfulltrúar vita því með vissu um mögulegar alvarlegar aukaverkanir þess bóluefnis sem til stendur að gefa við apabólu.

Á síðu NIH segir (ath. að greinin er skrifuð fyrir tíma Covid-bóluefna sem hefur leitt til fleiri hjartavöðvabólgutilfella en kynnt var í upphafi):

Hjartabólga í kjölfar bólusóttarbólusetningar

Þróun bóluefna leiddi til mestu framfara í læknisfræði 20. aldar og hefur almennt verið talin ein mikilvægasta vísindauppgötvun mannkynssögunnar. Aftur á móti eru bóluefni ekki áhættulaus; aukaverkanir geta verið allt frá eymslum á stungustað til lífshættulegs bráðaofnæmis. Meðal alvarlegri bóluefnatengdra aukaverkana er hjartavöðvabólga.

Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um hjartabólgur í kjölfar ýmissa bóluefna eru sterkustu tengslin á milli  bólusóttarbóluefnis og hjartavöðvabólgu.

Við greinum frá tilviki 36 ára starfandi hermanns sem glímir við versnandi mæði, brjóstverk og bólgur í fótleggjum, fimm vikum eftir að hann fékk bólusetningu við bólusótt.

Orsök bráðrar hjartabilunar stafaði af hjartavöðvabólgunni. Þrátt fyrir að meirihluti tilfella hjartabólgu gangi til baka, fá sumir sjúklingar langvinna hjartabilun og jafnvel deyja.

Bóluefnatengd hjartavöðvabólga ætti alltaf að skoða hjá sjúklingum sem sýna einkenni frá hjarta- og lungum eftir nýlegar bólusetningar.“

Hér neðar má heyra Anthony Fauci, helsta ráðgjafa Biden-stjórnarinnar í sóttvarnarmálum fjalla um kosti og galla bóluefnisins:

„Eins áhrifaríkt og bóluefnið við bólusótt er, hefur það nokkrar sjaldgæfar en engu að síður mjög alvarlegar og skaðlegar aukaverkanir,“ sagði Fauci.

„Ef þú ert ónæmisbældur getur bóluefnið verið banvænt...ef þú ert einn af þeim sem er með þessa undarlegu hjartavöðvabólgu,“ bætti hann við.

Fauci sagði að þeir myndu ekki bólusetja alla þjóðina fyrir sýkingunni og sagði að þjóðin myndi ekki sætta sig við að vera bólusett.

„Við vissum það,“ sagði hann og brosti.


Skildu eftir skilaboð