Clinton fjölskyldan tíðir gestir á búgarði Jeffrey Epstein

frettinErlentLeave a Comment

Bill og Hillary Clinton dvöldu á hinum alræmda „barnabúgarði“ Jeffrey Epstein næstum á hverju ári eftir að þau yfirgáfu Hvíta húsið, að sögn fyrrum verktaka á búgarðinum.

Forsetinn fyrrverandi var nánasti „frægi félagi“ Epsteins og Clinton-hjónin, ásamt dóttur þeirra Chelsea, heimsóttu Zorro búgarðinn margsinnis, sagði fyrrverandi verktaki sem stýrði upplýsingatæknikerfinu á staðnum, við DailyMailTV í einkaviðtali.

Fjölskyldan gisti ekki á staðnum heldur í sérstöku þorpi í kúrekastíl sem Epstein hannaði, og var staðsett rétt hjá villu Epstein.

Heimildarmaður er upplýsingasérfræðingurinn Jared Kellogg sem ráðinn var af langtíma umsjónarmanni búgarðsins, Brice Gordon. Kellogg var fenginn til að setja upp öryggiskerfi og myndavélar á búgarðinum og  í „kúrekabænum,“ þar sem Clinton fjölskyldan er sögð hafa gist.

Daily Mail hafði samband við fjölmiðlafulltrúa Bill Clinton og óskaði upplýsinga. Í svarinu var vísað í fréttatilkynningu Bill Clintons frá því í sumar þar sem því er neitað að hann hafi nokkurn tíma heimsótt heimili Epsteins, fyrir utan eitt skipti á heimili sem hann átti í New York.

Kellogg sagði að þegar hann gekk um búgarð Epsteins var honum varla kunnugt um orðspor Epstein en sagði að Gordon hafi eytt miklum tíma í að gorta sig af því að Clinton-hjónin kæmu oft í heimsókn.

Búgarðurinn var einn af mörgum heimilum Epsteins þar sem stúlkum undir lögaldri var flogið inn alls staðar að úr heiminum.

New York Times fullyrti að hinn dæmdi barnaníðingur hefði trúað vísindamönnum fyrir því að hann ætlaði að barna allt að 20 konur í einu til að bæta mannkynið með genum sínum.

Á heimili Epstein var málverk af Bill Clinton, klæddum bláum þröngum kjól og rauðum háhæla skóm.

Bill Gates líka í samskiptum við Epstein

Fyrir skömmu baðst milljarðarmæringurinn Bill Gates opinberlega afsökunar á því að hafa átt fundi með Epstein og sagði það hafa verið mistök. Fyrrverandi eiginkona Gates sagði í mars sl. að samskipti Bill Gates og Jefferey Epstein hafi átt þátt í skilnaði þeirra Gates hjóna.

Daily Mail.

Skildu eftir skilaboð