Tillögum um framsal þjóðríkja á framkvæmdavaldi til WHO frestað um sinn

frettinErlentLeave a Comment

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tímabundið dregið til baka 12 af 13 breytingum sem Biden-stjórnin lagði fram á núgildandi alþjóðlegum heilbrigðisreglum (IHR) á ársfundi Alþjóðaheilbrigðisþingsins (WHA) í síðustu viku.

Málið varðar breytingar á heimsfaraldurssáttmála WHO og aðildarríkja sem felur í raun í  sér að aðildarríki framselji sjálfsákvörðunarrétt sinn í heilbrigðismálum til WHO á tímum heimsfaraldurs.

Það voru sendifulltrúar Afríkuríkja sem stöðvuðu samþykktina um valdaframsalið á þinginu í síðustu viku.

Samkvæmt tillögunum bandaríkjastjórnar er framkvæmdastjóra WHO, Tedros A. Ghebreyesus, heimilt að lýsa yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum í hvaða landi sem er og hvenær sem er, án þess að kjörin yfirvöld viðkomandi ríkja hafi nokkuð um það að segja.

Tedros fengi einnig heimild til að styðjast við sönnunargögn frá öðrum aðilum en viðkomandi ríki sem meint neyðarástand snýr að.

Starfsemi þingsins fer fram í tveimur nefndum, sem samanstanda af fulltrúum 194 aðildarríkja. Tillögur bandaríkjastjórnar voru fyrst teknar fyrir í byrjun þings af nefnd A, undir forsæti japanska fulltrúans Hiroki Nakatani.

Þingið fer þannig fram að fulltrúum aðildarríkja er heimlit að koma með athugasemdir við breytingartillögur og ef ekki heyrast andmæli teljast þær samþykktar. Þegar tillögur bandaríkjastjórnar voru fyrst ræddar var þeim andmælt af fulltrúum Afríkuríkja.

Engin samstaða náiðst um málið á þinginu og nýr fundur hefur verið boðaður fyrir 15. nóvember nk.

Nánar um málið má lesa um málið hér.

Skildu eftir skilaboð