Öðruvísi heilbrigðishugsun – Alþjóðaheilbrigðisráðið

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Fyrsta tilraun bandarískra yfirvalda – í boði lyfjaiðnaðarins – til að skapa alþjóðaalræði í heilbrigðismálum, nánar tiltekið alræði um viðbrögð við faröldrum, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur vera ógn við heilsu heimslýðsins, mistókst fyrir skemmstu á Alþjóðaheilbrigðisþinginu (World Health Assembly). Þingið tekur ákvarðanir í málefnum, er lúta að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization – WHO.)

Eins og vænta mátti greiddu angló-saxískar þjóðir (og fylgihnettir þeirra) atkvæði með. En andstaðan var sterk. Það var eftirtektarvert, að tæplega fimmtíu Afríkuríki greiddu atkvæði gegn og sameinuðust um sameiginlega yfirlýsingu. Það gerðu einnig fleiri ríki eins og Kína. Það kom á óvart. Brasilíumenn voru óstýrilátir að vanda og hótuðu að segja sig úr félagsskapnum. Eins og lesendur vafalaust muna, andæfðu þeir einnig skilgreiningu WHO á covid-19 heimsfaraldri og viðbrögðum við honum.

En það væri einfeldningslegt að trúa því, að nefndir hagsmunaaðiljar og áhugamenn um heimsyfirráð séu af baki dottnir. Eftir tvö ár verður önnur atlaga gerð.

Heilbrigðisráðstefna í Bath

Nokkurn veginn samtímis var haldinn önnur athyglisverð samkoma í hinni fornu lækningaborg Keltanna, Baði (Bath) á Englandi, þ.e. 20. til 22. maí 2022.  Skipuleggjandi ráðstefnunnar var Alþjóðaheilbrigðisráðið (World Council for Health), sem er eins konar svar við Alþjóðaheilbrigðis-stofnuninni. Aflvaki ráðsins er Tess Lawrie, sem er ráðgjafi við heilbrigðisrannsóknir. Alþjóðaheilbrigðisráðið er rekið á frjálsum fjárframlögum. Það er ekki gróðafyrirtæki og ekki ein af mörgum velgjörðasamtökum (non-governmental organization) á vegum auðkýfinga eða stjórnvalda með vafasaman tilgang.

Í stefnuyfirlýsingu segir m.a.: „Starf okkar er helgað varðveislu mannréttinda og frjálsum vilja, ásamt viðleitni til að hjálpa fólki til að taka stjórn á eigin heilsu og vellíðan.“ …

Samtökin segja einnig: Við höfum trú á heimi, þar sem heilbrigði ríkir, og allir hafa óheft aðgengi að upplýsingum, sannreyndum lyfjum og njóta jafnframt raunverulegra heilbrigðisráðstafanna, þegar sjúkdómar herja. Við viljum, að virtar séu ákvarðanir fólks um heilsu sína, án ótta við mismunun eða ofsóknir. Við berjumst fyrir veröld með aðgengi að vatni, hreinu lofti, ómengaðri fæðu og samheldni í fjölskyldum.

Kynnirinn, Del Bigtree, lét nokkur skynsamleg orð falla um vísindi, sem eiga undir högg að sækja sökum ofríkis þeirra, sem eignleg völd hafa og hagsmuna hafa að gæta. Hann segir:

Vísindi ber ekki að skilja sem rétttrúnaðaríþrótt (consensus sport). Þau eru ekki einræður vísindamanna og fréttamanna víðs vegar um heiminn. Þau spyrja spurninga, sem okkur er ljóst, að aldrei verður svarað til fullnustu. Endanlegar vísindaniðurstöður eru ekki til. Þrátt fyrir þetta höfum við neyðst til að halda út hræðilega reynslu. Þau okkar, sem búum yfir hæfileikanum til gagnrýninnar hugsunar, höfum lifað erfiðasta skeið í lífi okkar.

Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum ráðstefnunnar kemur m.a. fram, að þátttakendur úr öllum heimshornum hefðu kynnt hugmyndir um heilbrigðisþjónustu og velsæld á grundvelli eiginábyrgðar, sjálfsvalds og upplýsts samþykkis.

Ráðstefnugestir ljáðu rödd sína fórnarlömbum aukaverkana af bólusetningum og vörpuðu ljósi á hæfileika mannkyns til að endurheimta vísindin, efla virkni fólks og umbylta lögum og fjölmiðlum í því skyni að skapa mannkyni betri framtíð. Þátt tóku þúsundir fulltrúa frá rúmlega sextíu ríkjum, ýmist á staðnum eða gegnum fjarfundabúnað.

Skildu eftir skilaboð