Tælenska ríkið hefur greitt tæpa 6 milljarða í skaðabætur vegna Covid-bólusetninga

frettinErlentLeave a Comment

Sjúkratryggingar Tælands (NHSO) hafa sem komið er greitt 1.509 milljarða baht (45.65 milljónir dala eða 5,8 milljarða króna) í skaðabætur til 12.714 manns sem hlutu skaða eftir Covid-19 bólusetningu.

NHSO greindi frá því 9. mars að frá 19. maí 2021 til 8. mars á þessu ári höfðu alls 15.933 manns sent inn kvartanir vegna aukaverkana af Covid-19 bóluefnunum.

NHSO sagði að 2.328 kvörtunum hafi verið hafnað eftir að stofnunin úrskurðaði að aukaverkanirnar tengdust ekki bólusetningunum.

Af þeim málum sem var hafnað hafa 875 manns áfrýjað úrskurðinum og aðrar 890 umsóknir bíða ákvörðunar.

Um 75% fullorðinna  í landinu hafa fengið bóluefnið.

Samkvæmt svari frá Sjúkratryggingum Íslands frá 13. maí sl. höfðu 36 umsóknir um skaðabætur borist vegna Covid bólusetninga, þrjár höfðu verið samþykktar en engar greiðslur farið fram.

Skildu eftir skilaboð