Bilderberg fundar í Washington DC – upplýsingaóreiða, röskun alþjóða fjármálakerfisins, Kína o.fl.

frettinErlentLeave a Comment

Á hverju ári safnast saman ríkustu og valdamestu stjórnendur fyrirtækja heims, bankastjórar, stjórnendur fjölmiðla, stjórnmálamenn o.fl. á bak við luktar dyr og ræða hvernig eigi að móta heiminn. Um er að ræða hinn árlega og ofurleynilega Bilderberg fund.

Meðal fundarefnis að þessu sinni er upplýsingaóreiða, af-hnattvæðing (e. deglobalization), röskun á alþjóðlega peningakerfinu, heilbrigðismál eftir faraldur, Úkraína, Rússland og Kína.

68. Bilderberg-fundurinn hófst í Washington, D.C., á fimmtundag og verður fram á sunnudag.

Albert Bourla forstjóri Pfizer, Eric Schmidt fyrrverandi forstjóri Google, Henry Kissinger og William J. Burns forstjóri CIA, Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO, Hollandskonungur, aðstoðarforstjóri Facebook, sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum eru meðal þeirra 120 gesta sem sitja fundinn.

Bilderberg hópurinn framfylgir Chatham húsreglunni, en samkvæmt henni er þátttakendum frjálst að nota og deila öllum þeim upplýsingum sem þeir vilja en fundargestir eru skuldbundnir til að segja ekki hvaðan upplýsingarnar koma eða tengsl ræðumannsins.

Hér má sjá mynd hvernig Bilderberg hópurinn tengist allt og öllu.


Skildu eftir skilaboð