Davos-maðurinn leggur til atlögu að nýju

frettinErlent, Erna Ýr Öldudóttir1 Comment

Þýdd grein „Davos Man Strikes Again" eftir Dr. Michael Rectenwald, fræðimann og rithöfund. Birtist 3. júní 2022 á hans eigin heimasíðu.

Árlegur fundur Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum, WEF) í Davos fór fram dagana 23. til 26. maí 2022. Þemað í ár, „Sagan á vendipunkti: Stefnumál stjórnvalda, stefnumótun fyrirtækja," var til marks um uppskrúfað, hnattrænt miðstýringar-áætlunarbúskapar skrumið hjá WEF. Stefna stjórnvalda sem fengin er frá WEF felur í sér skipulagðar og með vilja gerðar verðbólguáætlanir, sem ætlað er að draga úr neyslu. Jafnframt orkustefnu sem ætlað er að hækka olíu- og gasverð til að knýja fram „umskipti" í átt að „kolefnisjöfnuðu (e. net-zero)" hagkerfi. Fyrirtækjaáætlanir sem WEF stjórnar, fela í sér „hagsmunaaðila-kapítalisma" og umhverfis-, félags- og stjórnarhátta (ESG) vísitölu þeirra. Hagsmunaaðila-kapítalismi og ESG knýja fjárfestingar til þeirra fyrirtækja sem eru undirgefin vöknuðum (e. woke) skipunum og í burtu frá þeim sem ekki hlýða. Þær eru tól til að koma á fót vöknuðu samráðskerfi sem ræður ríkjum í allri atvinnustarfsemi. Með samhæfingu WEF eiga stjórnvöld og fyrirtæki einnig að „vinna saman" í „samstarfi hins opinbera og einkaaðila," þannig að krumla ríkisvaldsins teygi sig inn í fyrirtækin og þau verði einskonar útfrymi af ríkinu sem grefur undan lýðræðislegum ferlum.

Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður Alþjóðaefnahagsráðsins WEF sem haldið er árlega í skíðabænum Davos í Sviss.

Eru með nýjar áhættur og veirur á „hinni hnattrænu dagskrá"

Í upphafsávarpi sínu, lagði Klaus Schwab, stofnandi og stjórnarformaður WEF til, að núverandi alþjóðlegar aðstæður, þar á meðal stríðið í Úkraínu og hið nýja eðlilega líf eftir heimsfaraldur, gerðu vettvanginn í ár þann mikilvægasta í 50 ára sögu þess. Schwab sagði að Covid-19 táknaði alvarlegustu heilsufarskreppu síðustu hundrað ára, en varaði þó við því að eitthvað enn verra gæti verið við sjónarrönd: „Við verðum að styrkja þol okkar gegn nýrri veiru, hugsanlega, eða öðrum áhættum sem við erum með á hinni hnattrænu dagskrá". „Framtíðin er ekki bara að gerast," sagði Schwab, „framtíðin er byggð af okkur, af öflugu samfélagi, eins og ykkur hér í þessum sal".

Með því að uppgötva að Endurræsingin mikla (e. The Great Reset) verkefnið hefur mætt gríðarlegri mótspyrnu, skrifuðu Schwab og Thierry Malleret aðra mikla endurræsingar bók - Orðræðan mikla (e. The Great Narrative) - til að fegra Endurræsinguna sem bæði nauðsynlega og velviljaða. Maður hefði því haldið að Schwab myndi sleppa því að gefa í skyn að „ný veira" eða „önnur áhætta" sé hluti af „alheimsáætluninni." Alveg eins og WEF og fylgihnettir þess væru að skipuleggja slíka framtíðarviðburði. Schwab hefði mátt vega orð sín vandlega, fremur en að segja beinlínis „framtíðin er byggð af okkur, af öflugu samfélagi". Svona yfirlýsingar eru einmitt það sem hefur ýtt undir alþjóðlega andúð á áætlunum WEF til að byrja með. Enda kemur það á daginn að flestir eru ekki tilbúnir til að gefa lífsplön sín upp á bátinn svo að hnattrænir einræðisherrar eins og Schwab, og áhangendur WEF, geti tekið þau yfir. Þrátt fyrir það gera meginstraums fjölmiðlar lítið úr áhyggjum fólks af hinni miklu Endurræsingu WEF og stimpla þær sem „samsæriskenningar".

Endurstilling allskonar mannréttinda

Zelensky Úkraínuforseti flutti sérstakt ávarp.

Á Davos-fundinum í ár voru 400 pallborðsumræður um fjölda mála, þar á meðal aukinn veruleika; rafmynt seðlabanka; loftslagsbreytingar í rísandi hagkerfum; kolefnisfótspor rafmynta; stafræna hagkerfið; fjölbreytni, jöfnuður og aðgengi; efnahagslegar refsiaðgerðir; atvinna í fjórðu iðnbyltingunni; orkuskipti í Kína; Umhverfis-, félags- og stjórnarhætti (ESG) vísitölubindingar; alþjóðamál; alþjóðlegur skattur; sóttvarnir vegna faraldra; ábyrg neysla; að skila náttúrunni til borga; og Rússland, auk sérstaks ávarps forseta Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy. 

Umfang viðfangsefna var yfirþyrmandi en einnig vísbending um ásókn í miðstýringu, sem WEF sækist eftir og vill tryggja. Frá rafmyntum seðlabanka (CBDC) til áætlanagerðar um að útrýma allri búsetu nema borgarlífi, minna áhugamál WEF á Rómarklúbbinn og eru uppfullar af ný-Malthusisma.

Eitt það eftirminnilegasta á fundinum árið 2022 var fullyrðing ástralska netöryggismálastjórans Julie Inman Grant, á pallborði sem bar yfirskriftina Innleiðing á öruggari stafrænni framtíð, að „málfrelsi er ekki það sama og frelsi fyrir alla," og að „við munum þurfa endurstillingu allskonar mannréttinda sem eiga sér stað á netinu – allt frá málfrelsi til, þú veist, að vera laus við ofbeldi á netinu."

Þessi ógnvekjandi ummæli koma á hæla þess að Ástralía umturnaðist í alræðisríki á meðan heimsfaraldrinum stóð. Nýlega samþykkti Evrópusambandið lög um stafræna þjónustu, sem banna „hatursorðræðu" og „rangar upplýsingar" og eru stórt skref í átt að miðstýrðu interneti. Sérstaklega mun reglurammi ESB fyrir stafræn samskipti stjórna umræðu um „loftslagsbreytingar", heilsufarsáskoranir eins og kórónuvírusinn og aðra „faraldra" og „hatursorðræðu" eða aðra „ólöglega orðræðu" eins og ESB skilgreinir nánar. Til að uppfylla reglur ESB og til að straumlínulaga viðleitni þeirra munu leitarvélar og samfélagsmiðlar líklegast beita einu setti reglna, ESB reglunum, á allt efni á netinu. Þar með fór „algert frelsi" Elon Musk á Twitter.

Miðlægir skipuleggjendur eru forræðishyggjumenn

Í pallborði um hnattvæðingu ESG og hagsmunaaðila-kapítalisma, viðurkenndi bankastjóri Bank of America, Brian T Moynihan, að markmið WEF og fyrirtækja í samstarfi við það, væri ekki að gera ESG að „hliðarvagni" fyrir fjárfesta. Heldur verði allt fjármagn að vera „í samræmi við" hagsmunaaðila-kapítalisma. Þau fyrirtæki sem ná ekki upp í „mælistiku" hagsmunaaðila eru ekki verðug fjárfestinga. Þau ættu að visna eins og vínviðargrein og deyja. Moynihan hélt því fram að allt hagkerfið yrði að endurskapa til að þjóna hagsmunaaðila-kapítalisma.

Í stuttu máli samanstendur WEF af öflugum áhrifamönnum sem móta allt frá stefnu stjórnvalda til ákvarðanatöku fyrirtækja. Eins og Ludwig von Mises benti á, eru slíkir miðlægir skipuleggjendur alltaf forræðishyggjumenn sem ætla að skipta út áætlunum einstaklinga með eigin aðaláætlunum. Þannig mun andstaðan við WEF aðeins magnast eftir því sem framgangur áætlana þeirra þróast og valda ómældum efnahagslegum þrengingum og réttindamissi fyrir hinn mikla meirihluta fólks.

Erna Ýr Öldudóttir þýddi.

One Comment on “Davos-maðurinn leggur til atlögu að nýju”

  1. Þetta lið er svo snarruglað, Það er óhugnanlegt að Katrín sé innmúruð inn í þessa geðveiki. Hún er algerlega óhæf sem forsætisráðherra þjóðarinnar því þetta er glóbalismi í hnotskurn. En sem betur fer að þá munu þessi áform ekki ná fram að ganga, og allt mun verða gert opinbert á næstu misserum

Skildu eftir skilaboð