Forstjóri AstraZeneca sæmdur riddarakrossi fyrir þróun Covid bóluefna

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Forstjóri AstraZeneca, Pascal Soriot, hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt í þróun bóluefna gegn kórónuveirunni.

Sir Pascal Soriot, sem fæddist í Frakklandi en býr nú með eiginkonu sinni og tveimur börnum í Ástralíu, sagðist vera „fullur auðmýktar“ eftir að hljóta þennan mikla heiður.

Hinn 63 ára gamli Soriot, sem dvelur mikið á Bretlandi, þar sem AstraZeneca hefur aðsetur, sagði: „Þegar ég ólst upp í Frakklandi átti ég marga drauma og framtíðarvonir, en ég hélt aldrei að ég myndi hljóta riddaratign frá hennar hátign.'

Fjöldi ríkja gerðu ýmist hlé eða hættu alveg að nota bóluefnið frá AstraZeneca vegna blóðtappahættu. England, þar sem drottningin býr, mælti gegn því í apríl á síðasta ári að fólk yngri en 30 ára fengi bóluefnið af sömu ástæðu.

Strax í apríl 2021 uppgötvaðist að bóluefnið gæti valdið nýjum sjúkdómi sem kallast VITT (Vaccine-induced immune thrombotic thrombocytopenia). Var það ástæða þess að Danmörk hætti alfarið að nota efnið.

Þá sagði breska dagblaðið, The Telegraph, nýlega frá því að bóluefnið gæti samkvæmt nýjum rannsóknum einnig valdið alvarlegum taugasjúkdómum.

Skildu eftir skilaboð