Interpol varar við flóði ólöglegra vopna í kjölfar átakanna í Úkraínu

frettinErlent, Erna Ýr ÖldudótirLeave a Comment

Mörg þeirra vopna sem verið er að senda til Úkraínu munu enda á alþjóðlegum svörtum mörkuðum og í höndum glæpamanna í Evrópu og víðar, er haft eftir yfirmanni Interpol miðvikudaginn 1. júní sl. Frá því greindi m.a. breska blaðið The Guardian sl. fimmtudag.

Hann varar við flóðbylgju af léttum og þyngri vopnum á alþjóðlegum svörtum mörkuðum og hvatti löndin sem senda vopnin til að vinna saman að rakningu á þeim. Hann kvað glæpamenn nú þegar hafa augastað á vopnunum.

Hermaður sýnir yfirgefin vopn í Úkraínu. Skjáskot af Telegram

„Við getum vænst straumi ólöglegra vopna til Evrópu og víðar. Við verðum að búast við því að þeim verði smyglað ekki hið einasta til nágrannaríkjanna, heldur einnig í aðrar heimsálfur."

Vopnin þegar komin í endursölu

Telegram rásin ABS Military News greindi frá því fimmtudaginn 2. júní sl. að nú þegar séu vopnin komin í sölu:

„Úkraínumenn eru að selja Javelins á myrkravefnum. Yfirmenn Úkraínska hersins selja tæki og vopn sem fengin eru frá NATO til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Hver sem er með TOR vafrann getur keypt þennan ATGM [Anti Tank Guided Missile] í vefversluninni." segir á rásinni, sem lét skjáskot fylgja færslunni til staðfestingar. 

Bandarísku Javelin skriðdrekabana-skeytin eru framleidd af Raytheon og Lockheed Martin. Stykkið kostar 178 þúsund dollara með öllu, skv. fjárlögum Pentagon fyrir árið 2021, en virðast nú fást fyrir litla 30 þúsund dollara á myrkravefnum.

Interfax hafði áður greint frá því að Rússneski herinn hafi náð miklu magni vestrænna vopna af Úkraínska hernum, þar á meðal bandarískum Javelin og breskum NLAW skeytum.

Bandaríkin og fleiri NATO-þjóðir hafa sent vopn fyrir marga milljarða Bandaríkjadala til Úkraínu, bæði áður en og eftir að Rússneski herinn réðist inn í landið í febrúar sl.

Skildu eftir skilaboð