Norska ríkið vill eftirlit með matvörinnkaupum borgaranna – hver kaupir hvað

frettinErlentLeave a Comment

Noregur stefnir í algjört eftirlitssamfélag þar sem ríkið vill vita allt sem þú gerir, skrifar sænski blaðamaðurinn Peter Imanuelsen

Noregur hefur verið leiðandi ríki þegar kemur að stafrænum skilríkjum. Það er nánast nauðsyn til að lifa nútímalífi, fólk þarf að nota það í netbanka og ýmislegt fleira.

Nú kemur í ljós að Noregur vill enn meira eftirlit yfir borgurunum. Hagstofan í Noregi (SBB) krefst þess nú að fá að vita um matarinnkaup borgaranna og fylgjast með öllum kortagreiðslum.

Norðmen voru leiðandi í að koma á fót „þjóðskrá“ í Noregi eftir seinni heimsstyrjöldina sem leiddi til þess að fólk fékk kennitölu sem kallast „fæðingarnúmer“. Þessi stofnun veit nú þegar hvar fólk býr og hversu miklar tekjur það hefur, en núna vill hún líka fylgjast með nákvæmlega öllu sem þú kaupir í matvöruverslunum. Hún vill vita um hverja einustu matvöru sem þú kaupir.

Norska ríkið vill bókstaflega vita hvað þú borðaðir í hádegismat!

„Þetta er of langt gengið,“ segir blaðamaðurinn. Þessi nýjasta ráðstöfun norska ríkisins gengur ansi langt að eftirlitssamfélagi. Nú förum við á fulla ferð. Ríkið hefur krafist þess að nánast allar stóru matvöruverslanakeðjurnar í Noregi deili kassakvittunum sínum með ríkinu.

Þá hefur ríkið krafist þess að kortafyrirtækið Nets miðli ítarlegum upplýsingum til ríkisins um öll viðskipti. Um 80% kortagreiðslna í matvöruverslunum í Noregi fara í gegnum þetta fyrirtæki.

Noregur ætlar sem sagt að tengja saman kreditkortagreiðslur og kvittanir úr matvöruverslun til að komast að því nákvæmlega hvers konar mat fólk er að kaupa og hver er að kaupa hvað. Með öðrum orðum, Noregur mun fylgjast nákvæmlega með því hvers konar mat fólkið er að kaupa. Hér er á ferðinni nýtt eftirlitsstig hjá ríkinu.

Skildu eftir skilaboð