The Guardian skrifar gegn brjóstagjöf eftir milljóna dollara styrk frá Gates Foundation

frettinErlentLeave a Comment

Biomilq er líftæknifyrirtæki sem framleiðir umhverfisvæna brjóstamjólk og áætlar á næstu árum að setja frumuræktaða brjóstamjólk á markað og komast þannig inn á milljarða dollara þurrmjólkurmarkaðinn.

Í júní 2020 tilkynnti Bill Gates um BIOMILQ. Verkefnið er styrkt af nokkrum ríkustu fjárfestum heims, eins og Zuckerberg. 3,5 milljónir bandaríkjadala komu frá félaginu Breakthrough Energy Ventures sem er fjárfestingarfyrirtæki Bill Gates og einbeitir sér að loftslagsbreytingum.

Í september 2020 styrkti Gates Foundation breska dagblaðið The Guardian um 3,5 milljónir dala. Þann 27. september, birti Guardian grein sem ber yfirskriftina „Mótefni í brjóstamjólk endast í 10 mánuði eftir Covid sýkingu – rannsókn." Greinin sagði meðal annars frá því að mótefni í brjóstamjólk mæðra væru að finna eftir Covid-19 bólusetningar.

Í febrúar 2022 sagðist Tolla- og landamæraeftirlit Bandaríkjanna hafa skoðað og stöðvað 17 aðskildar sendingar af HIPP og Holle Brand þurrmjólk frá Hollandi og Þýskalandi. Tollaeftirlitið ráðfærði sig við FDA sem þá sagðist hafa áhyggjur af öryggismálum vegna ósamræmis í þurrmjólkinni. Í sama mánuði tilkynnt FDA að það væri að kanna bakteríumengun hjá Abbott verksmiðjunni í Michigan sem framleiðir þurrmjólk. Þessi athugun var sögð vera ástæðan fyrir skorti á þurrmjólk í verslunum í Bandaríkjunum.

Í maí 2022 greiddi Gates Foundation The Guardian aftur styrk sem var hluti af árlegri fjármögnun. Strax daginn eftir birti The Guardian grein um brjóstagjöf sem ber heitið: „Það er vont að vera með barn á brjósti - af hverju segir ykkur enginn það?“

Hinn 16. maí sl. birti Guardian einnig viðtal við Bill Gates: Bóluefnin eru kraftaverk, það er stórfurðulegt að fólk skuli segja eitthvað annað.

Bandaríska blaðakonan Alisson Royal tók saman.

Skildu eftir skilaboð