Læknar í Houston stefna FDA fyrir ófrægingarherferð gegn Ívermektíni

frettinErlentLeave a Comment

Hópur lækna hefur höfðað málsókn gegn bandaríska heilbrigðisráðuneytinu og Matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) vegna tilrauna FDA til að koma í veg fyrir notkun ivermektíns til að meðhöndla COVID-19.

Stefnan, sem lögð var fram í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í Galveston, bendir á að FDA hafi samþykkt ivermektín til notkunar á mönnum frá árinu 1996 fyrir fjölda sjúkdóma. En eftir að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst hóf stofnunin að birta skjöl og færslur á samfélagsmiðlum til að gefa til kynna að veirulyfið væri hættulegt fyrir mannfólk.

Stefnendur, Dr. Mary Talley Bowden, Paul E. Marik og Robert L. Apter halda því fram að FDA hafi farið út fyrir valdsvið sitt og haft ólögleg afskipti af getu læknanna til að stunda lækningar með því að beina því opinberlega til heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að nota ekki ivermektín.

Bowden sen sérfræðingur í eyrna-, nef- og hálslækningum í Houston, fullyrti á blaðamannafundi á miðvikudag að hún hefði haldið 3,900 COVID sjúklingum frá sjúkrahúsum með því að nota ivermektín og önnur lyf, en að yfirlýsingar FDA trufluðu vinnu hennar.

Ófrægingarherferðin FDA gegn ivermektíni er vandamál sem ég þarf að glíma við daglega," sagði Bowden. „Enn eftir tvö og hálft ár í þessu er þetta enn til vandræða. Lyfjafræðingar afgreiða ekki lyfið, tryggingafélög borga ekki fyrir það og ég er með sjúklinga sem vilja fullvissu um að það sé óhætt að taka það. Ég segi þeim að þetta sé í raun öruggasta lyfið sem ég hef ávísað.“

Stefnendur lögðu fram yfir 2000 skjöl með færslum af samfélagsmiðlum og víðar með myndum af hesti undir yfirskriftinni „Þú ert ekki hestur. Þú ert ekki kýr. Í alvörunni þið öll. Hættið þessu,“ og með fylgdi hlekkur á grein FDA sem ber yfirskriftina, „Af hverju þú ættir ekki að taka ívermektín til að meðhöndla eða koma í veg fyrir COVID-19.“

Samkvæmt læknunum minnist FDA hvergi á það i grein sinni að læknar megi lögum samkvæmt ávísa ívermektíni.

Í stefnunni er vísað til bandarískra laga þar sem fram kemur að FDA „megi ekki skipta sér af heimildum heilbrigðisstarfsmanna til að ávísa eða gefa sjúklingum lögleg lyf fyrir hvers kyns sjúkdómi eða kvilla sem fellur undir lögleg samskipti heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings.”

Marik sem er bráðamóttökulæknir með læknaleyfi frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Suður-Afríku, sagði fréttamönnum að ivermektín væri mjög áhrifaríkt lyf til að koma í veg fyrir og meðhöndla COVID-19 og eitt „öruggasta [lyfið] á þessari plánetu."

Marik sagði að fleiri dauðsföll tengdust notkun lyfsins Tylenol en ivermektín og sagði að „ólöglegar“ tilraunir FDA til að koma í veg fyrir notkun ivermektíns gætu hafa kostað milli 400.000 og 600.000 Covdi dauðsföll. Hann bætti við að það hafi verið „þúsund sinnum fleiri dauðsföll“ tengd COVID-19 bólusetningum síðastliðið eitt og hálft ár en dauðsföll af völdum ivermektíns á síðustu 25 árum.

Skildu eftir skilaboð