Ekki treysta vísindunum

frettinPistlar1 Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Allt fram til ársins 2020 hafa Íslendingar talið lýsi vera allra meina bót, hollt og gott, styrkir ónæmiskerfið og varðveitir bein og sjón.

Lýsi gæti jafnvel hjálpað líkamanum að takast á við veirur!

En svona tal er víst ekki vísindalegt. Í athyglisverðri frétt um vandræðagang íslensks lýsisframleiðanda kemur meðal annars fram að vísindarannsóknir á lýsi hafi fengið opinberan styrk sem var svo dreginn til baka og framleiðandinn fékk að auki skammir frá opinberri eftirlitsstofnun fyrir að fjalla um lýsi sem heilseflandi varning. Hið opinbera reyndi þannig að þagga niður í öllu þessu lýsistali og vísar í lista Evrópusambandsins yfir heimilar fullyrðingar.

Sem betur fer tók ég ekkert mark á þessum ríkisvísindum og jók um haustið 2020 daglega lýsisneyslu mína í 2 matskeiðar á dag, auk fjölvítamíns, og hef haldið þeim takti síðan.

Þegar ég fékk COVID-19 í janúar upplifði ég það sem svolitla syfju í nokkra daga. Þegar börn mín fengu COVID-19 á færibandi nokkrum vikum seinna og hóstuðu í 2-3 daga framan í mig þar sem þau lágu í sama rúmi og ég þá tók ég ekki eftir neinum einkennum þótt ég væri að þiggja mikinn örvunarskammt af veirum.

Ég ætla því að gera það sem lýsisframleiðandi má ekki og fullyrða, eins og amma mín heitin og mamma alla tíð, að lýsi er heilsueflandi og styrkir ónæmiskerfið og bæta við að lýsi getur hjálpað fólki að sigrast á heimsfaraldri án þess að veikjast alvarlega.

Og þessi listi Evrópusambandsins er nothæfastur sem klósettpappír.

Ríkisvísindin eru hér eins og í mörgum öðrum málum úti á þekju og þau má rólega hunsa afleiðingalaust.

One Comment on “Ekki treysta vísindunum”

  1. Vandi vísindanna er að þau staðhæfa ekkert nema öryggi staðhæfingarinnar sé 95% (p<0,05) Af því að fólk er mismunandi, þá geta efni virkað misvel á það. Fjölda rannsókna hafa bent til þess að lýsi sé mjög jakvætt bæði varðandi þroska og viðhaldi heilans og líka kransæða. því miður hefur lýsi orðið undir í keppni við pappírsfæðis, sem er með gervibragði og sykri og/eða sætuefnum.
    Samkvæmt annarri frétt þá vildi Einar Stefánsson prófessor rannsaka ákveðin efni í lýsinu (fitustýrur) en fékk ekki brautargengi.

    https://frettin.is/2021/12/30/lysi-eydilagdi-999-koronuveirunnar/?fbclid=IwAR1H-25VRkD3uxvge_xxET-b1YKv_AqUvLYU7clUzH3-3OieJ6tOUQDiPoc

Skildu eftir skilaboð