Noregur: ein stærsta Covid rannsókn heims stopp vegna fjárskorts

frettinErlentLeave a Comment

„Margir velta því fyrir sér hvort bóluefnin verndi gegn langvarandi eftirköstum kórónuveirunnar, "long covid," eða hvort það sé minna um "long covid, eftir omicron sýkingu.

„Við erum með svörin , en höfum enga burði til að veita slík svör þar sem það er ekkert fjármagn til, segir Arne Søraas, verkefnastjóri í einni stærstu kórónuveirurannsókn heims.

Arne Søraas og teymi hans veittu yfirvöldum upplýsingar allan kórónufaraldurinn. Nú segjast rannsakendurnir ekki hafa peninga til að halda rannsókninni áfram.

Í rúm tvö ár hafa Norðmenn svarað spurningum um Covid í þessari viðamiklu kórónuveirurannsókn. 200.000 þátttakendur hafa svarað þremur fjórðu af einni milljón spurningalista og lögðu þannig til mikilvæga þekkingu um Covid-19 heimsfaraldurinn.

Norska rannsóknin á vegum háskólasjúkrahússins í Osló hefur stöðugt verið að fræða okkur um hvernig Covid hefur áhrif á okkur. En nú er því lokið.

„Við höfum ekki fjármagn til að halda rannsókninni áfram. Þannig fáum við heldur ekki að nota og greina öll gögnin sem við höfum safnað, segir Arne Søraas, verkefnastjóri í rannsókninni og læknir við háskólasjúkrahúsið í Ósló.

Vinnur launalaust

Rannsóknin hefur aldrei fengið peninga sem slík en verkefnastjórinn hefur verið í hlutastarfi við að leiða rannsóknina en nú hefur háskólasjúkrahúsið ekki lengur fjármagn til þess.

Hvorki Rannsóknarstofnun (Forskningsrådet) né spítalinn eiga möguleika á að fjármagna frekari notkun á þeim upplýsingum sem safnað hefur verið. „Þess vegna höfum við hvorki fjármagn til að miðla upplýsingunum sem við búum nú yfir, né til áframhaldandi rannsókna á núverandi efni.

Vonast eftir endurskoðaðri fjárhagsáætlun

„Við biðjum stjórnvöld að leggja þrjár milljónir norskra króna í verkefnið svo við getum lokið þessi. Fjárhæðin samsvarar 15 norskum krónum á hvern þátttakanda, sagði verkefnastjórans.

 Á sama tíma og leikhús og listamenn fá greiddar milljónir króna vegna launataps í faraldrinum höfum við sem reynt höfum að komast að því hvernig faraldurinn og veiran hafa haft áhrif á okkur ekki fengið krónu, segir Søraas.

Þekking fyrir framtíðina

Søraas segir verkefnið og gagnaöflunina einstaka. „Með næsta afbrigði af SARS-CoV-2 eða öðrum heimsfaraldri getum við veitt þekkingu um hvernig veiran dreifist svo hægt verði að sníða aðgerðir eftir því. En við höfum ekki fjármagn til þess, segir verkefnastjórinn sem hefur starfað launalaust í nokkurn tíma.

Yfirvöld hafa fengið gögn frá okku allt Covid tímabilið og ég tel að uppfærðar upplýsingar hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að við í Noregi komum svona vel út úr faraldrinum.

Kristoffer Robin Haug, talsmaður heilbrigðismála Græningjaflokksins, segir að reynt verði að fá stjórnvöld til að halda áfram og leggja til hliðar fé til rannsókna sem eflt geti heilbrigðisaðgerðir.

„Það er leitt ef við myndum missa af mikilvægum lærdómi til að efla heilbrigðisviðbúnað fram að næsta heimsfaraldri, nú þegar við höfum tækifæri til að læra sem mest af kórónufaraldrinum,sagði hann við dagblaðið VG.

VG hafði samband við háskólasjúkrahúsið í Ósló sem sagðist ekki vilja tjá sig um málið.

Skildu eftir skilaboð