Ísak Snær fluttur á sjúkrahús með brjóstverk

frettinInnlendarLeave a Comment

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður U21 landsliðsins, var í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik þar sem hann var með verk fyrir brjósti.

Ísak var skipt út af vellinm á 54. mínútu eftir að hafa legið í grasinu í u.þ.b. mínútu og haldið um brjóstkassann. Hann fór í sjúkrabíl en sást síðar fara úr sjúkrabílnum stuttu eftir leikslok, enn með verk fyrir  brjósti.

Fréttaritari fótbolti.net hafði samband við Ísak og spurði hann út í stöðu mála.

„Ég fékk verk í bringuna og var í blóðprufu. Það var einnig tekið hjartalínurit," sagði Ísak sem á eftir að fara í eitt próf í viðbót.

Hann sagði að niðurstöður úr prófunum hefðu komið vel út en hann væri enn með verki í bringunni.

Hann birti mynd af sér um kvöldið þar sem hann lá á sjúkrahúsinu.

Skildu eftir skilaboð