Þriðja herflugvélin brotlendir í Suður-Kaliforníu á einni viku

frettinErlent1 Comment

Önnur herflugvél brotlenti í eyðimörkinni í kringum El Centro í Kaliforníu í gær, og er hún sú þriðja sem hrapar á svæðinu á sjö dögum. Þetta gerðist innan 48 klukkustunda eftir að vél að gerðinni MV-22B Osprey brotlenti þar sem fimm landgönguliðar voru innanborðs og létust allir.

Á fimmtudaginn var Navy MH-60S Seahawk í hefðbundnu æfingaflugi á Naval Air Facility El Centro þegar hún hrapaði um klukkan 18:00 að staðartíma. Í færslu á samfélagsmiðlum frá aðstöðunni segir að slysið hafi verið staðsett um 35 mílur norður af Yuma, Arizona.

Í uppfærðri tilkynningu sem gefin var út snemma á föstudag sagði sjóherinn að allir fjórir sem voru um borð í þyrlunni hafi lifað af, þó að einn hermaður hafi orðið fyrir meiðslum sem væru þó ekki lífshættulegt og flytja þurfti hann á nærliggjandi sjúkrahús.


One Comment on “Þriðja herflugvélin brotlendir í Suður-Kaliforníu á einni viku”

Skildu eftir skilaboð