Sóttvarnarlæknir lítilsvirðir lýðræðið – kastar steinum í ráðamenn, þing og þjóð

frettinPistlar5 Comments

Eftir Arnar Þór Jónsson lögmann og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins:

Ef einhver þjóð ætti að hafa lært þungvæga lexíu um hve dýrmætt sjálfstæðið og sjálfsákvörðunar-rétturinn er, þá eru það Íslendingar. Aldalöng undirokun, arðrán og magnleysi gagnvart fulltrúum fjarlægs valds setti mark sitt á myrkustu tímabil Íslandssögunnar.

Í þessu ljósi má það vera öllum umhugsunar- og áhyggjuefni að Íslendingar standa nú frammi fyrir mesta lýðræðisháska í lýðveldissögunni, en í raun varð hér lýðræðishrun á síðustu 2 árum. Fyrir liggur að a.m.k. tveir flokkar á Alþingi, Samfylking og Viðreisn, eru andsnúnir þjóðríkinu og vilja að stjórn landsins færist undir ESB. Með fyrirvaralausri hollustu og gagnrýnislausri afstöðu til Brussel-valdsins hafa þessir flokkar í reynd lýst sig óþarfa.

Ólaunuð vélmenni geta vel kosið „Já“ með öllum tillögum sem stafa frá ESB, WHO eða öðru stofnanavaldi sem undir fána „sérfræðiþekkingar“ seilist sífellt lengra inn á svið innlendrar stefnumörkunar og ákvörðunartöku. Slíkt fyrirkomulag, þar sem borgararnir og kjörnir fulltrúar þeirra eru gerðir að áhrifalausum áhorfendum, felur í sér afturhvarf til þess kúgunarfyrirkomulags sem Íslendingar þekktu fyrr. Ógnin við lýðræðislegt stjórnarfar er augljós.

Fjölmiðlar og opinberar stofnanir bregðast hlutverki sínu

Þegar við það bætist að fjölmiðlar og opinberar stofnanir bregðast eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu bresta varnarmúrar. Vilji menn enn ekki horfast í augu við alvarleika málsins má víða sjá logandi viðvörunarmerki, svo sem þegar dómstólar víkja sér undan að fjalla efnislega um grundvallarréttindi borgaranna og þegar lögreglan er farin að róta frjálslega í gagnagrunnum um heilbrigt og saklaust fólk.

Ískaldur raunveruleikinn knýr dyra þegar sóttvarnalæknir, áhrifamesti sérfræðingur landsins sl. 2 ár, lítilsvirðir lýðræðið í nýju viðtali og lýsir því hvernig hann hafi ítrekað reynt að kæfa niður gagnrýna umræðu með ákalli um „samstöðu“. Í viðtalinu gagnrýnir þessi sami embættismaður kjörna fulltrúa sem reynt hafa að standa undir ábyrgð sinni. Nánar tiltekið er sú ábyrgð ekki eitthvað sem sóttvarnalækni leyfist að tala niður.

Ábyrgð ráðherra gagnvart þingi og þjóð er einn af hornsteinum lýðveldisins. Sóttvarnalæknir sem telur sig geta kastað slíkum steinum í ráðherra og ríkisstjórn, kastar þeim í reynd í átt til þings og þjóðar. Íslensk þjóð, með aldalanga reynslu af valdhroka embættismanna, gæti mögulega vaknað til betri lýðræðisvitundar þegar glerhúsið hrynur yfir sóttvarnalækninn, sem sjálfur hefur tjáð sig „óvarlega og ófaglega“. Gæti hugsast að hann muni þá viðurkenna mistök (eins og hvunndagsfólk gerir) - og láta huggast af þeim harmi að ekki hafi verið ráðist „í harðari aðgerðir en gert var“?

5 Comments on “Sóttvarnarlæknir lítilsvirðir lýðræðið – kastar steinum í ráðamenn, þing og þjóð”

  1. Þessi sóttvarnarlæknir er án nokkurs efa dýrasti, vanhæfasti og/eða spilltasti embættismaður íslenska lýðveldisins fyrr og síðar. Það mun heiðarlegt uppgjör leiða í ljós ef það fer nokkurn tíma fram.

    Þessi maður gæti nú í það minnsta hætt að hvetja gamalt fólk á Íslandi að hætta lífi sínu og heilsu með því að láta sprauta sig enn og aftur með gagnslausu bóluefni sem hefur orðið milljónum manna að heilsutjóni og aldurtila.

  2. Að þessi stærsti fjöldamorðingi Íslandssögunnar dyrfiist til að rífa kjaft er algjörlega beond me. Drullusokkurinn Morðolfur þarf að draga fyrir rétt og hálshöggva á Þingvöllum og alla þá sem stöðu af þessum fjöldamorðum. Punktur.

  3. Þegar skipið er að sökkva flýja rotturnar Sammála þér Bragi – Við eigum Arnar Þór og svo margt heiðarlegt og gott fólk sem ekki er til sölu.

  4. Mun aldrei í þessu lífi gleyma hvað hann Arna Þór Jónsson og hans samferðarmenn eru sannir Íslendingar sem er annt um Ísland og íslendinga, land og þjóð.

Skildu eftir skilaboð