Trúardeilur múslima rata inn í breska fjölmiðla

ThordisIngibjörg Gísladóttir, Pistlar1 Comment

Bíómynd um Fatímu, dóttur Múhammeðs spámanns, hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í Bretlandi og verið tekin úr sýningu eftir mótmæli sármóðgaðra súnni múslima fyrir utan bíóhúsin. Í framhaldinu var ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um íslamófóbíu settur af því ljós kom að hann var illa haldinn af shíafóbíu. Í bréfi er Qari Asim ímam í Leeds fékk afhent stóð að þar sem hann styddi herferð gegn tjáningarfrelsinu - herferð sem hefði ollið ýfingum í samfélaginu - þá væri ekki lengur viðeigandi að hafa hann í starfi á vegum ríkisstjórnarinnar við að vinna að sátt og samlyndi þegnanna, BBC segir frá.

Andrew Doyle bauð framleiðanda myndarinnar, Malik Shlibak, og Dr. Sheikh Ramzy til sín á sjónvarpsstöðina GB News þann 12/6 til að ræða málin. Súnní fræðimaðurinn vill meina að myndin sé byggð á lygum (hann horfði á eina mínútu af henni) sé móðgandi og gerð til að espa upp óvild shía múslima á súnnum. Shlibak vill hins vegar meina að útgáfa súnni múslima af sögu Fatímu sé hins vegar móðgandi fyrir shía múslima því þeir trúi þeirri niðurstöðu 5 aldar (íslamska dagatalið) fræðimannsins Shaykh Tusi að Abu Bakr og Umar hafi drepið Fatímu.

Deilan stendur sem sagt um hvað gerðist eftir dauða Spámannsins og olli því að fylgjendur hans skiptust í tvær fylkingar. Þáttarstjórnandinn spyr Ramzy hvort hann hefði sjálfur rétt til að kalla eftir banni á mynd sem móðgaði sig og fékk það svar að 120.000 múslimar hefðu skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að myndin yrði tekin úr umferð, þetta væri ekki bara krafa eins manns.

Iðraðist á dánarbeði

Samkvæmt Wikipediu skrifuðu al-Tabari og al-Masudi (Ramzy getur ekki véfengt þær heimildir) að Abu Bakr hefði á dánarbeði iðrast þess að hafa gefið fyrirskipunina um að brjótast inn í hús Fatímu og samkvæmt tryggum heimildum hafi Fatíma ekki sæst við þá félaga Abu Bakr og Umar og bannað að þeir yrðu viðstaddir útför sína. Shíarnir hafa augljóslega eitthvað til sín máls. Grafhýsi hennar stóð í Al-Baqi grafreitnum í Medínu var en eyðilagt 1806, endurbyggt á miðri 19. öld en eyðilagt aftur 1925 eða ´26. Wahabistar stóðu fyrir niðurrifinu í báðum tilvikum og myndi það eflaust liðka fyrir sáttum fylkinganna ef grafhýsi Fatímu fengist endurreist, nú er áhrif Wahabista fara dvínandi í Saudi-Arabíu.

Það er þó ekki víst að Sádar taki það í mál. Í versi 3:105 í Medínahluta Kóransins er varað við sundurlyndi trúaðra, þeim sem standi fyrir því muni verða refsað grimmilega, andlit þeirra muni verða myrk á Dómsdegi. Mynd Malik Shlibak um sögu Fatímu kennir ofbeldishegðun fyrstu súnnímúslimanna um að íslam skiptist í fylkingar. Er vers 3:105 ástæðan fyrir því að súnní múslimar mótmæla myndinni?

Kynningarmyndband myndarinnar sem heitir The Lady of Heaven var gefið út 2021 og má það sjá hér.

One Comment on “Trúardeilur múslima rata inn í breska fjölmiðla”

  1. Múhamed var enginn spámaður,
    hverju spáði hann?? Engu, þar af leiðandi var hann enginn spámaður!!!

Skildu eftir skilaboð