Covid lækningum stýrt af reynslulausu fólki – mútur, þöggun, lygar, fals og fúsk opinberað

frettinErlent1 Comment

Á vefsíðu bandarísku Þjóðarstofnunarinnar fyrir heilsu og velferð, National Institute of Health (NIH), er að finna ritrýnda grein (fór í gegnum tvíblint ritrýningarferli) eftir bandarískan taugaskurðlækni, Russell L. Blaylock, sem birtist í tímaritinu Surgical Neurology International í febrúar sl.  Greinin sem heitir COVID UPDATE: What is the truth? er alls 14 bls. með heimildum og verður birt í íslenskri þýðingu í nokkrum hlutum á Fréttinni.

Covid uppfærsla: hver er sannleikurinn?

COVID-19 heimsfaraldurinn er einn mest stýrði smitsjúkdómur sögunnar og einkennist af endalausum opinberum lygum undir forystu embættismanna ríkisins, læknasamtaka, læknaráða, fjölmiðla og alþjóðlegra stofnana. Við höfum orðið vitni af áður óþekktum afskiptum af störfum lækna, árásum á lækna, eyðileggingu á starfsferli þeirra sem neita að taka þátt í að drepa sjúklinga sína ásamt
gríðarlegri stjórnun í heilbrigðisþjónustu undir forystu óhæfra og áhrifamikilla einstaklinga sem búa yfir gífurlegum auðæfum og völdum. Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna eru forsetinn, ríkisstjórar, borgarstjórar, stjórnendur sjúkrahúsa og embættismenn að taka ákvarðanir um læknismeðferðir sem byggjast ekki á  nákvæmum vísindum eða fenginni reynslu. Þess í stað var þvingað fram samþykki á sérstökum meðferðum og „forvörnum,“  þar á meðal lyfinu remdesivir, notkun öndunarvéla og í raun óprófuðum mRNA tilraunabóluefnum.

Í fyrsta skipti í sögunni eru lækningar ekki byggðar á reynslu lækna sem meðhöndlað hafa flesta sjúklinga með farsælum hætti, heldur  á skipunum frá einstaklingum og embættismönnum sem hafa aldrei meðhöndlað einn einasta sjúkling - þar á meðal Anthony Fauci, Bill Gates, EcoHealth Alliance, CDC, WHO, heilbrigðisfulltrúum ríkjanna (Bandaríkjanna) og stjórnendum sjúkrahúsa. [23,38]

Upplýsingar fjarlægðar, læknar útskúfaðir og sviptir læknaleyfi

Fjölmiðlar (sjónvarp, dagblöð, tímarit o.s.frv.), læknafélög, læknanefndir á vegum ríkisins og eigendur samfélagsmiðla hafa útnefnt sig sjálf til að vera hin eina uppspretta upplýsinga um þennan svokallaða „faraldur.“ Vefsíður hafa verið fjarlægðar, mjög viðurkenndir og reyndir klínískir læknar og vísindasérfræðingar á sviði smitsjúkdóma hafi verið útskúfaðir, jafnvel sviptir læknaleyfi fyrir að benda á hið rétta og allar þær upplýsingar sem byggjast á sérfræðikunnáttu og reynslu hafa verið merktar sem „rangar upplýsingar,“ falsfréttir og „hættulegar lygar,“ jafnvel þegar þær eru fengnar frá helstu sérfræðingum í veirufræðum, smitsjúkdómum, lungnalækningum og faraldsfræðum.

Sannleikurinn er „myrkvaður,“ jafnvel þegar upplýsingarnar eru studdar umfangsmiklum vísindalegum tilvísunum frá sumum af hæfustu heilbrigðissérfræðingum heims. [23] Ótrúlegt en satt, þá eru virtir sérfræðingar eins og Dr. Michael Yeadon, fyrrum yfirmaður og varaforseti vísindadeildar Pfizer í Bretlandi, hunsaðir og sakaðir um falsfréttir. Yeadon hefur ítrekað komið fram og varað við því að fyrirtækið sem hann áður starfaði hjá væri að framleiða afar hættulegt bóluefni, en enginn hlustaði og lét sem vind um eyru þjóta. Ennfremur hefur hann, ásamt öðrum mjög hæfum vísindamönnum, lýst því yfir að enginn ætti að taka þetta hættulega bóluefni. [44]

Dr. Peter McCullough, er einn þeirra sérfræðinga sem mest er vísað í á sínu sviði. Hann hefur meðhöndlað yfir 2000 COVID-sjúklinga með góðum árangri, með því að fara eftir reglum um snemmtæka meðferð (sem hinir svokölluðu sérfræðingar hunsuðu algjörlega). Hann hefur orðið fyrir stórfelldum árásum frá þeim sem hagnast fjárhagslega á bólusetningunum. Hann hefur birt niðurstöður sínar í ritrýndum tímaritum, þar sem hann greinir frá 80% fækkun sjúkrahúsinnlagna og 75% lækkun dauðsfalla með því að nota snemmtækar meðferðir eins og ívermektín og hýdroxíklórókín. Þrátt fyrir þetta sætir hann grimmri ófrægingarherferð af hálfu „upplýsingastjórnenda,“ en enginn þeirra hefur nokkurn tímann meðhöndlað einn einasta sjúkling. [2]

Hafa aldrei boðið upp á snemmtækar meðferðir

Hvorki Anthony Fauci, CDC, WHO né aðrar heilbrigðisstofnanir hafa nokkru sinni boðið upp á snemmtæka meðferð aðra en Tylenol, vökva í æð og hringja á sjúkrabíl ef sjúklingur á í erfiðleikum með öndun. Þetta á sér ekki fordæmi í allri sögu læknisfræðinnar þar sem snemmbúin meðferð við sýkingum er mikilvæg til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. Ekki aðeins hafa þessi læknasamtök og kjölturakkar ekki einu sinni stungið upp á snemmtækri meðferð, heldur réðust þeir líka á alla sem reyndu að hefja slíka meðferð, með öllum þeim vopnum sem þeir hafa yfir að ráða; leyfismissi, afnámi sjúkrahúsréttinda, skammaryrðum, eyðileggingu mannorðs og jafnvel handtöku. [2]

Gott dæmi um ofsann gegn málfrelsinu og veitingu á upplýstu samþykki er læknaráðið í Maine sem nýlega tók læknaleyfið af Dr. Meryl Nass og skipaði henni að gangast undir geðrannsókn fyrir að ávísa ívermektíni og miðla sérfræðiþekkingu sinni á því sviði. [9,65] Ég þekki Dr. Nass persónulega og get staðfest heiðarleika hennar, snilligáfu og tryggð við sannleikann. Vísindaleg þekking hennar er óaðfinnanleg. Þessi hegðun læknaráðs minnir á aðferðafræði sovéska KGB á tímabilinu þegar andófsmenn voru fangelsaðir á geðveikrahælum til að þagga niður í þeim.

Aðrar fordæmalausar árásir

Önnur fordæmalaus aðferðarfræði er að fjarlægja lækna, sem eru með andóf, úr ritstjórnarstöðum tímarita og sem gagnrýnendur og afturkalla vísindagreinar þeirra úr tímaritum, jafnvel eftir að greinarnar hafa farið í prentun. Fram að þessum heimsfaraldursviðburði hef ég aldrei séð jafn margar greinar verið dregnar til baka eða fjarlægðar, aðallega frá þeim sem fjalla um aðrar hliðar en hina opinberu skoðun, og þá sérstaklega ef greinin fjallar um öryggi bóluefnanna. Venjulega er greinin eða rannsóknin yfirfarin af sérfræðingum á viðkomandi sviði, svokölluð ritrýni. Þessar umsagnir geta verið mjög gagnrýnar, og þess krafist að allar villur í greininni verði leiðréttar fyrir birtingu. Fyrir utan tilfelli þar sem svik hafa átt sér stað eða falinn vandi uppgötvist eftir að greinin er komin í prent, er greinin áfram í vísindaritum.

Við verðum nú vitni af því að vaxandi fjöldi framúrskarandi vísindagreina, skrifaðar af helstu sérfræðingum á þessu sviði, eru teknar úr helstu lækna- og vísindatímaritum heims vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir útgáfu. Ítarleg yfirferð bendir til þess að í allt of mörgum tilfellum voguðu höfundar sér að efast um hina viðurkenndu skoðun stjórnenda vísindaritanna – sérstaklega varðandi öryggi bóluefnanna, annars konar meðferðir eða virkni bóluefnanna. Þessi tímarit treysta á auglýsingatekjur lyfjafyrirtækjanna. Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem voldug lyfjafyrirtæki hafa beitt áhrifum sínum og látið fjarlægja greinar þar sem á einhvern hátt var efast um varning viðkomandi lyfjafyrirtækis. [13,34,35]

Læknisfræðilegar greinar falsaðar og keyptar

Enn verra eru tilbúnar greinar þar sem kynnt eru lyf og lyfjavarningur sem fela í sér falsrannsóknir, svokallaðar „draugapenna“ greinar. Dagblaðið The Guardian hefur eftir Richard Horton að „tímarit hafi breyst í upplýsingaþvætti fyrir lyfjaiðnaðinn.“  Sýnt hefur verið fram á sviknar „draugapenna“ greinar sem styrktar eru af lyfjarisunum og birst hafa reglulega í klínískum tímaritum eins og JAMA og New England Journal of Medicine og hafa aldrei verið fjarlægðar þrátt fyrir að misnotkun á vísindum og hagræðing gagna hafi verið sönnuð. [49,63]

Greinar skrifaðar af draugapennum koma frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig meðal annars í því að skrifa greinar þar sem gögnum er hagrætt til að styðja við ákveðin lyf eða lyfjavarning. Síðan hafa þessar greinar verið samþykktar í áhrifamiklum klínískum tímaritum, það er að segja, í tímaritum sem eru líklegust til að hafa áhrif á klíníska ákvarðanatöku lækna. Ennfremur útvega þessi fyrirtæki læknum í klínískum starfsgreinum ókeypis endurprentanir af þessum greinum. The Guardian fann 250 fyrirtæki sem starfa í „draugapennabransanum.“ Lokaskrefið í hönnun þess konar greina til birtingar í virtum tímaritum er að ráða þekkta heilbrigðissérfræðinga frá virtum stofnunum til að bæta nafni sínu undir skrifin. Þessir sérfræðingar fá annaðhvort greitt fyrir að hafa nafn sitt undir þessum forskrifuðu greinum eða gera það til að hljóta þá virðingu sem felst í því að hafa nafn sitt undir grein í virtu læknatímariti. [11]

Sérfræðingar í faginu hafa tekið eftir því að að ekkert hefur verið gert til að stöðva þessa misnotkun. Siðfræðingar í lækningum hafa harmað það að sökum þessarar útbreiddu hefðar „er ekki hægt að treysta neinu.“ Þó að sum tímarit krefjist þess að upplýst sé um hagsmunatengsl, hunsa flestir læknar sem lesa þessar greinar upplýsingarnar eða afsaka það og nokkur tímarit gera upplýsingaleit erfiðari með því að beina lesendum annað til að sækja þær. Mörg læknatímarit hafa ekki eftirlit með þessu atriði og aðgerðaleysi höfunda í þeim efnum er algengt og ekki refsivert.

Almenningur blekktur og fjölmiðlar undir stjórn lyfjarisa

Hvað varðar upplýsingar sem almenningur hefur aðgang að eru nánast allir fjölmiðlar undir stjórn þessara lyfjarisa eða annarra sem njóta góðs af þessum „faraldri.“  Frásagnir þeirra eru allar eins, bæði hvað varðar innihald og jafnvel orðalag. Skipulögð yfirhylming á gríðarlega miklu magni af upplýsingum sem afhjúpa lygarnar, á sér stað daglega. Öll gögn sem berast í gegnum innlenda fjölmiðla (sjónvarp, dagblöð og tímarit), sem og staðbundnar fréttir sem fólk horfir á daglega, koma aðeins frá „opinberum“ heimildum - sem flestar eru lygar, brenglun eða tilbúningur - allt ætlað til að blekkja almenning.

Sjónvarpsmiðlar fá meirihluta auglýsingafjármagns síns frá alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum - þetta skapar ómótstæðilegar freistingar til að segja frá öllum tilbúnu rannsóknunum sem styðja bóluefnin þeirra og aðrar svokallaðar meðferðir. [14] Bara á árinu 2020 eyddi lyfjaiðnaðurinn 6,56 milljörðum dollara í slíkar auglýsingar.  [13,14] Lyfjaauglýsingar í sjónvarpi námu 4,58 milljörðum dollara, eða 75% af fjárhagsáætlun lyfjafyrirtækjanna. Þessar fjárhæðir kaupa eðlilega mikil áhrif og völd yfir fjölmiðlum og fréttaflutningi. Heimsfrægir sérfræðingar á öllum sviðum smitsjúkdóma eru útilokaðir á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum fari þeir á einhvern hátt gegn lygum og brenglun framleiðenda þessara bóluefna. Að auki eyða þessi lyfjafyrirtæki tugum milljóna í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þar sem Pfizer er fremst í fararbroddi með 55 milljónir dollara árið 2020. [14]

Þótt þessar árásir á tjáningarfrelsið séu nógu skelfilegar, er það sem verra er, hið nánast fullkomna vald sem stjórnendur sjúkrahúsa hafa yfir öllum smáatriðum í heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsunum. Þessir leiguliðar eru nú að leiðbeina læknum með hvaða meðferðir þeir eigi að nota  og hverjar ekki, burt séð frá því hversu skaðlegar þessar „samþykktu“ meðferðir eru, eða hversu gagnlegar „ósamþykktu“ meðferðirnar eru. [33,57]

CDC hefur enga heimild til að fyrirskipa læknum varðandi læknismeðferðir - sjúkrahúsum mútað

Aldrei í sögu bandarískrar læknisfræði hafa stjórnendur sjúkrahúsa fyrirskipað læknum hvernig þeir eigi að stunda lækningar og hvaða lyf þeir megi nota. CDC hefur enga heimild til að fyrirskipa sjúkrahúsum eða læknum varðandi læknismeðferðir. Samt sem áður, hlýddu flestir læknar án minnstu mótstöðu.

Almenn velferðarlög i Bandaríkjunum (Federal Care Act) ýttu undir þessar mannlegu hörmungar með því að bjóða öllum bandarískum sjúkrahúsum allt að 39.000 dollara fyrir hvern gjörgæslusjúkling sem þeir settu í öndunarvél, þrátt fyrir að snemma hafi orðið ljóst að öndunarvélarnar voru aðaldánarorsök þessara sjúklinga. Að auki fengu sjúkrahúsin 12.000 dollara fyrir hvern sjúkling sem var lagður inn á gjörgæsludeild - sem skýrir, að mínu mati og annarra, hvers vegna allar ríkisstofnanir (CDC, FDA, NIAID, NIH, osfrv.) gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir snemmtækar og lífsbjargandi meðferðir. [46] Að láta heilsu sjúklinga hraka þar til þeir þurfa innlögn á sjúkrahús jafngilti stórfé fyrir öll sjúkrahúsin. Vaxandi fjöldi sjúkrahúsa eru í hættu á gjaldþroti og mörg hafa lokað, jafnvel áður en þessi „faraldur“ hófst. [50] Flest þessara sjúkrahúsa eru nú í eigu innlendra eða alþjóðlegra fyrirtækja, þar á meðal skólasjúkrahús. [10]

Það er líka athyglisvert að með tilkomu þessa „faraldurs“ höfum við orðið vitni að aukningu á sjúkrahúsa-fyrirtækjakeðjum sem kaupa upp fjölda þeirra sjúkrahúsa sem eru í fjárhagslegri hættu. Það hefur komið fram að milljarðar dollara í Covid ríkisstyrkjum hafa verið notaðir af sjúkrahúsrisunum til að eignast þau sjúkrahús sem eru í fjárhagslegri útrýmingarhættu, sem síðan eykur enn frekar vald fyrirtækjalækninga yfir sjálfstæði lækna.

Læknar sem reknir eru frá sjúkrahúsum eiga nú erfiðara með að finna annað sjúkrahús til að starfa við þar sem fleiri og fleiri sjúkrahús tilheyra sama sjúkrahúsrisanum. Fyrir vikið ná skyldubólusetningar til mun fleiri starfsmanna sjúkrahúsa. [51,57] Til dæmis rak Mayo Clinic 700 starfsmenn fyrir að nýta rétt sinn til að hafna hættulegu, og í raun óprófuðu tilraunabóluefni. Mayo Clinic gerði þetta þrátt fyrir að margir þessara starfsmanna hafi verið við störf í versta hluta faraldursins og síðan er þeim sagt upp þegar Omicron afbrigðið er ríkjandi sem veldur í flestum tilfellum kvefi, og bóluefnin virka ekki til að koma í veg fyrir sýkingu.

Annan hluta greinarinnar má lesa hér.

Þriðja hlutann má lesa hér.

One Comment on “Covid lækningum stýrt af reynslulausu fólki – mútur, þöggun, lygar, fals og fúsk opinberað”

  1. Þetta er siðlaust og í raun viðbjóður ef að rétt er og hvernig er komið fram við lækna, heilbryggðisstarfsfólk, vísindamenn og annað fólk sem ekki tók þátt þessari ógeðslegu hegðun gagnvart almenningi….Í raun og veru er það ekki prenthæft sem mig langar að skrifa um þetta…

Skildu eftir skilaboð