Örvaður Justin Trudeau greinist með Covid í annað sinn – þakkar sprautunum

frettinErlentLeave a Comment

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er kominn með Covid í annað sinn.

„Ég hef greinst með COVID-19,“ skrifaði hann á mánudagsmorgun og bætti við að hann myndi einangra sig samkvæmt leiðbeiningum Health Canada.

„Mér líður ágætlega,“ sagði hann, „en það er vegna þess að ég fékk sprauturnar mínar. Þannig að ef þið hafið ekki gert það, látið þá bólusetja ykkur- og ef þið getið, fáið líka örvunarskammt.  Við skulum vernda heilbrigðiskerfið okkar, hvert annað og okkur sjálf.“

Eins og aðrir þekktir einstaklingar fylgdi Trudeau reglunni um svona opinbera tilkynningu þar sem hann lofsamar sprauturnar og hvetur aðra til að láta sprauta sig, þrátt fyrir að þær hafi ekki gert honum eða mörgum öðrum frægum einstaklingum meira gagn en raun ber vitni.

Í síðustu viku sótti forsætisráðherrann leiðtogafund Ameríku í Los Angeles og birtist þá grímulaus ásamt óteljandi öðrum stjórnmálamönnum og embættismönnum víðsvegar að, þeirra á meðal voru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Þegar þetta er skrifað hefur enginn sem Trudeau umgekkst tilkynnt um að hafa greinst með COVID.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trudeau hefur fengið COVID-19. Hann greindist einnig seint í janúar sl., rétt áður en Frelsislestin kom til Ottawa.

Þá lýsti Trudaeau því einnig yfir að hann myndi einangra sig sem og hann gerði og kom sér um leið undan samskiptum við mótmælendur Frelsislestarinnar.

Heimild.


Skildu eftir skilaboð