Fyrsti Kanadamaðurinn fær bætur vegna bóluefnaskaða – greindist með Guillain-Barré

frettinErlentLeave a Comment

Ross Wightman greindist með Guillain-Barré sjúkdóminn aðeins vikum eftir að hafa fengið sinn fyrsta skammt af AstraZeneca Covid bóluefninu í apríl 2021. Hann lá á sjúkrahúsi í 67 daga og þarf núna bæklunarspelkur til að geta gengið.

Wightman sem er kvæntur og tveggja barna faðir fékk fyrst núna fréttir af því að kanadísk stjórnvöld hafi samþykkt umsókn hans um bætur vegna bóluefnakaðans.

Á þeim tíma sem Wightman fór í bólusetningu voru uppi áhyggjur um blóðtappa, sagði Wightman. „En ég hugsaði með mér að það væri best að ljúka þessu af og halda áfram með lífið, vonandi, og þið vitið...gera það rétta.“

Bótasjóður var stofnaður fyrir meira en ári síðan til að veita Kanadamönnum fjárhagslegan stuðning sem hafa orðið fyrir alvarlegum og varanlegum skaða eftir að hafa fengið bóluefni sem samþykkt var af heilbrigðisyfirvöldum Kanada.

Heimild.


Skildu eftir skilaboð