Ný rannsókn: 94% lyfja ekki studd hágæða sönnunargögnum – skaðsemi vantilkynnt

frettinErlent2 Comments

Minna en 6% lyfja eru studd hágæða sönnunargögnum sem sýna fram á ávinning þeirra samkvæmt nýlegri rannsókn frá háskólanum í Oxford.

Rannsóknin leiddi í ljós að af þeim 1.567 lyfjum sem samþykkt voru undir Cochrane Review á árunum 2008 til 2021, voru yfir 94 % þeirra sem ekki voru studd hágæða sönnunargögnum.

Cochrane Review er leiðandi alþjóðlegt tímarit og gagnagrunnur sem sameinar allar tiltækar og viðeigandi sannanir um meðferðir og heilbrigðisstefnur um heim allan. Það er oft vísað til þess í innlendum og alþjóðlegum leiðbeiningum um heilbrigðisþjónustu og er sérstaklega mikilvægt í Evrópu.

Með því að skoða 35%  af rannsóknum Cochrane Reviews, komust rannsakendur að því að minna en helmingur lyfjanna, sem samþykkt voru á árunum 2008 til 2021, höfðu miðlungs til hágæða sönnunargögn. Ennfremur var skaðsemi lyfjanna vantilkynnt, þar sem í um 37%  tilfella var um að ræða skaðsemi og 8,1% sýndu fram á verulega skaðsemi.

„Það er mikið áhyggjuefni að skaðinn af inngripum í heilbrigðisþjónustu er sjaldan metinn,“ skrifaði Dr. Jeremy Howick, einn af meðhöfundum rannsóknarinnar, í The Conversation.

„Til að læknir eða sjúklingur geti ákveðið hvort þeir eigi að nota meðferð þurfa þeir að vita hvort ávinningurinn vegi þyngra en skaðinn. Ef skaðinn er ekki rannsakaður með fullnægjandi hætti er „upplýst val“ ekki mögulegt.“

Dr. David Light hjá Harvard háskólanum segir að nú séu 80 prósent af lyfjum, sem verið er að ávísa og vitað er að virki, samheitalyf, og reyndir læknar mæla með því að taka ekki ný lyf í að minnsta kosti fimm ár.

Light skrifaði í grein sinni árið 2014 að meirihluti nýsamþykktra lyfja bæti litlu sem engu við, þar sem 1 af hverjum 5 nýjum lyfjum valdi alvarlegum aukaverkunum. Á sama tíma hefur lyfjaverð á nýjum lyfjum hækkað mikið og er nú um 85 sinnum hærra en árið 2008.

„Mæla ætti mögulegan skaða með sömu nákvæmni og mögulegan ávinning,“ sagði Howick að lokum. „Lyfjasamfélagið sem byggist á vísindalegum sönnunum á að halda áfram krefjast hágæða rannsókna.

Heimild.

2 Comments on “Ný rannsókn: 94% lyfja ekki studd hágæða sönnunargögnum – skaðsemi vantilkynnt”

  1. Verð lyfja er í samhengi við áhættu og skaðsemi. Því meiri skaðsemi og ónógar rannsóknir því hærra verð því áhætta meiri fyrir skaðabótamálum

    Hvað hefur verið greitt hátt gjald af hálfu samfélagsins fyrir Covid lyf sem virðast ekkert gagn hafa gert sem vörn gegn sýkingu?

    Er einhver að reikna?

    Alþingi samþykkti skaðabótaábyrgð um 11 milljónir á hvert tilfelli þ.e.a.s ef þessi tilraunalyfið virkuðu ekki og myndu valda skaða.

    Nú er vitað um hina víðu veröld um skaðsemi þessarar tilraunarlyfja gegn Covid vírusnum, en íslensk heilsugæsla skora fólk enn í að taka þátt í tilrauninni með þessi lyf.

    Það er eins og enginn í heilbryhiðskerfinu sé að fylgjast með nýjum upplýsingum af rannsóknarniðurstōðum sem hafa verið birtar síðustu mánuði.

    Hvers vegna er. verið að veita. Fálkaorður fyrir að vera óupplÿsur? Þegar upplýsingar og rannsóknir liggja fyrir framan þá

  2. Mōgulega er það satt sem sumir hafa sagt að einungis 15 % af hverju samfélagi geti hugsað og rest láti aðra hugsa fyrir sig.
    Èg hallast að það sé rétt miðað við bólusetningartilraun sem hefur verið gerð hér á landi.

    Alþingismenn okkar vita ekkert , fá ekkert að vita og hafa engan áhuga a að vita eitthvað. Þeir nenna ekki að leita sér upplýsinga og láta mata sig a upplýsingum.

    Ég efast um að hugsandi fólk á Alþingi nái ekki þessum 15% þrõskuldi

Skildu eftir skilaboð