Mexíkó vill taka á móti Julian Assange

frettinErlent1 Comment

Mexíkó er tilbúið að taka við „besta blaðamanni okkar tíma“ Julian Assange ef Bandaríkin myndu láta hann lausan, sagði Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, á þriðjudag.

 Obrador lét þessi orð falla eftir að Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, skrifaði undir framsalskröfu þann 17. júní til að senda Assange aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er eftirlýstur fyrir að birta þúsundir leynilegra og viðkvæmra skjala.

Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Lopez Obrador sagði blaðamönnum að hann muni biðja Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að taka á máli Assange og sagði að Mexíkó myndi „opna dyr sínar fyrir Assange,“ ef honum yrði sleppt.

Áætlað er forsetarnir tveir hittist í Bandaríkjunum í júlí.

One Comment on “Mexíkó vill taka á móti Julian Assange”

Skildu eftir skilaboð