Engin stemning?

frettinPistlar2 Comments

Eftir Arnar Þór Jónsson. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. júní 2022.

Í viðtali við RÚV 16. júní sl. 1 ) lét Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir þau um­mæli falla að ekki yrði gripið til tak­mark­ana „strax“ vegna fjölg­un­ar Covid-smita. Slíkt réðist af „því hvernig far­ald­ur­inn þró­ast“. Í beinu fram­haldi sagði Þórólf­ur „al­veg ljóst að það er eng­in stemn­ing fyr­ir nein­um tak­mörk­un­um í þjóðfé­lag­inu eða hvar sem er“. Ástæða er til að vekja at­hygli al­menn­ings á þess­um síðast­nefnda „mæli­kv­arða“ sótt­varna­lækn­is, sem hann hef­ur raun­ar ít­rekað vísað til í öðrum viðtöl­um.

Um­mæl­in um „stemn­ingu“ sem for­sendu vald­beit­ing­ar op­in­bera þann stjórn­ar­fars­lega háska sem ís­lensk stjórn­mál hafa ratað í. Þau eru til merk­is um öfugþróun sem beina verður kast­ljós­inu að: Lýðræðið deyr og rétt­ar­ríkið sundr­ast þegar vald og ótti sam­ein­ast; þegar stjórn­völd og stór­fyr­ir­tæki ganga í eina sæng; þegar fjöl­miðlar ganga gagn­rýn­is­laust í þjón­ustu vald­hafa; þegar fræðimenn kjósa starfs­ör­yggi frem­ur en sann­leiks­leit; þegar emb­ætt­is­menn setja eig­in frama ofar stjórn­ar­skrá; þegar ótta­sleg­inn al­menn­ing­ur af­sal­ar sér frelsi og rétt­ind­um í hend­ur manna sem boða „lausn­ir“. Allt eru þetta þekkt stef í alræðis­ríkj­um, þar sem stjórn­völd ala á ógn í þeim til­gangi að treysta völd sín.

Í slíku um­hverfi, þar sem stjórn­mála­menn segja helst ekki annað en það sem þykir til vin­sælda fallið, er erfiðum ákvörðunum út­hýst til sér­fræðinga og emb­ætt­is­manna og fjöl­miðlar (mis)notaðir til að fram­kalla „stemn­ingu“ og stuðning. 2 ) Fyrr eða síðar vakn­ar al­menn­ing­ur upp við þann vonda draum að hafa verið gerður áhrifa­laus um stjórn lands­mála. Um­mæli Þórólfs að und­an­förnu hafa gefið al­menn­ingi ríkt til­efni til að vakna af vær­um blundi.

Í viðtali fyrr í þess­um mánuði 3 ) lít­ilsvirti Þórólf­ur lýðræðis­legt stjórn­ar­far með því að gagn­rýna kjörna full­trúa fyr­ir að hafa tjáð sig „óvar­lega og ófag­lega“. Slík um­mæli koma úr hörðustu átt þegar horft er til óvar­legra og ófag­legra um­mæla Þórólfs sjálfs um ár­ang­ur og ör­yggi Covid-19-bólu­efna, ýkta hættu­eig­in­leika veirunn­ar, „gott hjarðónæmi“ 4 ) o.fl. Um­mæli Þórólfs eru til marks um nýtt og ískyggi­legt stjórn­ar­far, sem ég hef ít­rekað varað við sl. tvö ár. Um­merk­in blasa nú við: Ráðherr­ar í rík­is­stjórn eru gagn­rýnd­ir af sér­fræðingi stjórn­ar­inn­ar fyr­ir að hlýða ekki ráðgjöf hans skil­yrðis­laust og fyr­ir að sýna ekki næga „sam­stöðu“. Orð sótt­varna­lækn­is af­hjúpa hvernig hann hef­ur sem emb­ætt­ismaður ít­rekað reynt að kæfa niður gagn­rýna umræðu, m.a.s. á rík­is­stjórn­ar­fund­um. Nýj­ustu um­mæli Þórólfs um skort á „stemn­ingu“ ættu að virka sem blikk­andi viðvör­un­ar­ljós um þá hættu sem steðjar að stjórn lands­ins.

Hlut­verk sótt­varna­lækn­is er að veita ráðgjöf út frá vís­inda­leg­um staðreynd­um, ekki út frá „stemn­ingu“ í þjóðfé­lag­inu á hverj­um tíma. Í því sam­hengi er ástæða til að benda á mik­il­væg­an grein­ar­mun: Ein­ræðis­stjórn­ir beita grímu­lausu valdi, en í alræðis­ríkj­um er vald­beit­ing rétt­lætt með skír­skot­un til „stuðnings al­menn­ings“. Um hætt­una þarf ekki að fjöl­yrða: Það er glapræði að fela þrá­hyggju­mönn­um verk­efni sem kalla á heild­ar­sýn og sam­ræm­ingu ólíkra þátta. Í aug­um slíkra manna eru ör­ygg­is­ventl­ar rétt­ar­rík­is­ins hindr­un í vegi „harka­legri aðgerða“. Al­menn­ing­ur verður að skilja að ein­mitt þess­ir ventl­ar, um jafn­ræði fyr­ir lög­un­um, um rétt­láta málsmeðferð, um vald­temprun, um lög­stjórn (en ekki geðþótta­stjórn) o.s.frv., eru besta vörn okk­ar gegn óheftri og miðstýrðri vald­beit­ingu.

Hér er að renna upp ög­ur­stund. Sjálfs­ákvörðun­ar­rétti manna og þjóða er nú marg­vís­lega ógnað. Mann­rétt­indi sem til skamms tíma þóttu sjálf­sögð, svo sem mál­frelsi, funda- og ferðaf­relsi, eru í raun­veru­legri hættu. Án lýðræðis­legs umboðs hafa emb­ætt­is­menn og „sér­fræðing­ar“ fest hönd á valdataum­um. Án umræðu og án viðun­andi rétt­læt­ing­ar er verið að umbreyta borg­ara­legu frelsi í leyf­is­skyld­ar at­hafn­ir. Hið op­in­bera seil­ist sí­fellt lengra inn á svið einka­lífs. Mörk leyfi­legr­ar vald­beit­ing­ar verða stöðugt þoku­kennd­ari. Við þess­ar aðstæður er gagn­rýni illa séð, því hún ógn­ar vald­inu. Betra er að „treysta sér­fræðing­un­um“ og „fylgja vís­ind­un­um“. Viðhorf sem jafn­vel eru byggð á hlut­læg­um staðreynd­um eiga á hættu að vera stimpluð sem fals­vís­indi og upp­lýs­inga­óreiða ef þau sam­ræm­ast ekki því sem stjórn­völd boða. Við stönd­um þá frammi fyr­ir stöðnun og myrkvun, þar sem aðeins eitt viðhorf er leyfi­legt. Í þjóðfé­lagi þar sem sann­leiks­leit er í reynd bönnuð umbreyt­ast há­skól­ar og fjöl­miðlar í skrum­skæl­ingu þess sem þeim er ætlað að vera. Hlut­læg­ur sann­leik­ur hverf­ur sjón­um. Sann­leik­ur­inn til­heyr­ir þá þeim ein­um sem fara með skil­grein­ing­ar­valdið.

Ef menn fara ekki að vakna mun hið frjálsa sam­fé­lag brátt heyra sög­unni til. Þá verður of seint að koma því til varn­ar.

1) Sjá slóð.

2) Sjá til hliðsjón­ar bók­ina Manufact­ur­ing Con­sent: The Political Economy of the Mass Media (1988), e. Noam Chom­sky og Edw­ard S. Herm­an.

3) Sjá hér.

4) Sjá slóð.

Höf­und­ur er sjálf­stætt starf­andi lögmaður og varaþingmaður sem gjarn­an hefði viljað fjalla meira um þessi mál á Alþingi.

2 Comments on “Engin stemning?”

  1. Viðbrögð stjórnvalda vegna Covid, m.a. í flestum Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og víðar, sýndu hið rétta andlit flestra stjórnmálamanna og vinstri sinnaðra fjölmiðla. Lýðræðið er að deyja og við taka einræðisstjórnir í anda kommúnista í Kína.

Skildu eftir skilaboð