Nígerískur öldungadeildarþingmaður og eiginkona hans handtekin í London grunuð um mansal

[email protected]ErlentLeave a Comment

Nígerísku hjónin, sem handtekin voru í London fyrr í þessum mánuði grunuð um mansal, eru ein af þekktustu stjórnmálamönnum Vestur-Afríkum segir í DailyMail í dag.

Ike Ekweremadu, eru sextugur og hefur verið stjórnmálamaður Demókrataflokksins í Nígeríu í 19 ár. Hann var auk þess um tíma varaforseti öldungadeildar þingsin í landinu.

Ekweremadu hefur verið öldungadeildarþingmaður á Abuja-þinginu síðan 2003 eftir að hafa farið út í stjórnmál eftir áralangt starf sem lögfræðingur. Eiginkona hans, Nwanneka Ekweremadu 55 ára er menntaður læknir og einnig opinber persóna í Nígeríu. Talið er að þau eigi fjögur fullorðin börn.

Þau eru bæði ákærð fyrir að skipuleggja eða greiða fyrir ferðum annars aðila í þeim tilgangi að fjarlægja og selja líffæri úr barni. Þau hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og áttu að mæta fyrir héraðsdóm í Uxbridge í dag.

Breska lögreglan hefur sagt að barnið, sem er undir 18 ára aldri, sé í umsjá yfirvalda. Líffærasala (e. organ harvesting) felur í sér að líffæri eru fjarlægð úr líkama fólks, oft fyrir peninga og gegn vilja fórnarlambsins.

Ekweremadu hefur verið í Bretlandi að minnsta kosti síðustu tvær vikur eftir að hafa hitt meðlimi nígeríska samfélagsins í Lincoln í Bretland fyrir um tíu dögum síðan.

Hann skrifaði á Twitter: „Það var ánægjulegt og mikill heiður að vera ráðinn til háskólans í Lincoln sem gestaprófessor í fyrirtækja- og alþjóðlegum samskiptum. Ég fékk líka mjög dýrmæta gjöf - eintak af enska lagabálknum Magna Carta sem var gefinn út árið 1215, fyrir um 807 árum síðan.

Nánar má lesa um málið í DailyMail.

Leave a Reply