Árið 2019 vildu margir Demókratar að Azov yrði skráð sem hryðjuverkasveit en nú er það allt gleymt

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Það virðast ekki vera nein takmörk á því hve miklum peningum Bandaríkjamenn eru tilbúnir að verja til stuðnings Úkraínu. Hinn 19. janúar 2022 lagði öldungardeildarmaðurinn John Cornyn frá Texas fram frumvarp sem myndi „breyta stöðunni fyrir Úkraínu og var það samþykkt í þinginu með 417 atkvæðum gegn 10 þann 28. apríl, sama dag og Biden lagði fram beiðni sína um 33 milljarða USD aðstoð þeim til handa. Þetta frumvarp var byggt á lögum sem BNA settu á tímum seinni heimstyrjaldarinnar til að geta stutt Bandamenn án þess að dragast inn í styrjöldina - þeir einfaldlega lánuðu eða leigðu þeim vopn og það samþykktu þeir nú, opinn tékka til Úkraínu án greiðsludags.

Biden bað um 33 milljarða dala en fékk tæpa 40 milljarða dala. Enginn Demókrata kaus gegn frumvarpinu og var það samþykkt í maí 368-57. Í Öldungadeildinni féllu atkvæðin 86-11. Samkvæmt því fara 6 milljarðar dala í „öryggisaðstoð- þ.e. kennslu og þjálfun í notkun vopna og fleira, 8.7 milljarðar fara í að endurnýja þau vopn er hafa verið send og 11 milljarðar dala standa Biden einnig til reiðu til að vopnbúa Úkraínumenn. Langmest af þessum pakka fer því til Pentagon og vopnaframleiðenda en rúmir 8.7 milljarðar í efnahagsaðstoð við Úkraínu og 4.365 milljarðar til Bandarísku þróunarstofnunarinnar.

Furðu fáir hreyfðu mótmælum. Republikaninn Warren Davidson (Ohio) lét bóka að þetta væri ekki þeirra stríð og þeir hefðu þá þegar veitt Úkraínu stuðning að verðmæti meira en 14. milljarða og öldungadeildarmaðurinn Rand Paul(R) tafði afgreiðslu pakkans um viku. Haft var eftir honum að hann hefði svarið þess eið að sýna stjórnarskránni hollustu, en ekki einhverju erlendu ríki.

Það undarlega við þennan eindregna stuðning Demókrata er að 16. október 2019 sameinuðust fjörtíu Demókratar um að skrifa bréf til Mike Pompeo þar sem þess var krafist að Azov sveitin yrði skilgreind sem hryðjuverkasveit, á pari við ISIS. Í bréfinu er fjallað um að samkvæmt skýrslum FBI hefðu margir Bandaríkjamenn dvalið í þeirra röðum og einnig hefði fjöldamorðinginn í Christchurch hlotið þjálfun hjá þessarri „öfgaþjóðernissinnuðu hersveit í Úkraínu sem býður ný-nazista velkomna í sínar raðir og borið eitt einkennistákna þeirra. Þeir kenndu Azov sem sagt um að hafa fyllt hausinn á BT (óþarfi að nefna nafn hans) af andlegum óhroða með þeim afleiðingum að 51 moskugestur lá í valnum. Nú inni við þrem árum síðar gagnrýnir hins vegar enginn Azov og allir Demókratar samþykkja að senda vopn til Úkraínu og þjálfa her þeirra þótt menn viti vel að Azov sé hluti af honum.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Skildu eftir skilaboð