Boðaði dráp á samkynhneigðum skömmu fyrir árásina

frettinErlent1 Comment

Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fjölmarga aðra fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt, var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu á samfélagsmiðlum dráp á samkynhneigðum.

Arfan Bhatti er þekktur róttækur íslamisti í Noregi. Fréttastofa Norska ríkisútvarpsins NRK segist hafa heimildir fyrir því að árásarmaðurinn í Osló hafi verið í sambandi við Bhatti. Lögreglan rannsakar nú hvort að hann hafi verið í sambandi við fleiri öfgamenn.

Bhatti þessi birti mynd af brennandi regnbogafána, sem er tákn hinsegin samfélagsins og tilvitnun þar sem kallað var eftir drápi á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum þann 14. júní síðastliðinn. Tilvitnunin er í svonefnda hadíðu úr íslam sem er grundvöllur dauðarefsinga við samkynhneigð í íslamstrú.

Mynd af brennandi regnbogafána sem Arfan Bhatti birti þann 14. júní. Hann er sagður lykilmaður í hreyfingu róttækra íslamista í Noregi.

Lögreglan vildi ekki tjá sig um samfélagsmiðlafærslur Bhatti og leyniþjónustan PST ekki heldur. Lögmaður árásarmannsins hefur einnig varið Bhatti.

Á vef Visis segir að árásarmaðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari en hann hafi komið sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn. PST hefur vitað af manninum um hríð vegna tengsla við öfgamenn. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk.

Hann hefur einnig hlotið refsidóma, meðal annars fyrir líkamsrás og fíkniefnabrot. Hann var handtekinn í tengslum við manndráp fyrir nokkrum árum en ekki voru taldar nægar sannanir til þess að halda honum.

Fórnarlömb árásarinnar voru tveir karlmenn, annar á sextugsaldri og hinn á sjötugsaldri. Gleðigangan sem átti að fara fram í Osló í gær var aflýst að ráði lögreglunnar.

One Comment on “Boðaði dráp á samkynhneigðum skömmu fyrir árásina”

  1. Norska ríkið ber ábyrgð á þessu voðverki, þeir buðu þessum villimönnum til Noregs

Skildu eftir skilaboð