Dr. Jordan Peterson áminnir stéttir sérfræðinga: Gerið ei mein

frettinErna Ýr Öldudótir4 Comments

Mynd: Gunnlaugur Jónsson afhendir Peterson-hjónunum málverk, en Snorri Björnsson tók árið 2018 ljósmynd af Dr. Peterson sem Kristinn Þórðarson málaði eftir.

Kanadíski sálfræðiprófessorinn, rithöfundurinn og fyrirlesarinn Dr. Jordan Peterson tróð uppi ásamt eiginkonu sinni, Tammy, í Háskólabíói í gærkvöldi. 

Uppselt var á viðburðinn, sem var með öðru sniði en síðast þegar hann kom til Íslands árið 2018. Að þessu sinni ákvað hann að svara spurningum sem áhorfendur höfðu sent inn í gegnum netið. Þau hjónin hafa síðan 2018 bæði gengið í gegnum alvarleg veikindi hvort um sig, en eru þó ekki af baki dottin.

Peterson notaði allan tímann til að svara ýmsum innsendum spurningum sem Tammy las upp, þar á meðal spurningu frá foreldri sem hafði áhyggjur af því hvernig bregðast ætti við hugmyndum 9 ára gamallar dóttur sinnar um sjálfa sig, eftir að hún kom heim einn daginn og sagðist vera „trans". Hún hafði orðið fyrir áhrifum frá aðeins eldri vinkonu sinni og umræðu um kynvitund frá kennurum í skólanum.

Peterson vildi undirstrika að börn séu opin og áhrifagjörn, og sérstaklega þegar unglingsárin byrja með öllum sínum breytingum. Um það leyti sé mikilvægt að falla í hópinn, en einnig geti börn upplifað sjálfan sig framandi þegar breytingar unglingsáranna byrja að eiga sér stað. Þannig sé auðvelt fyrir illa innrætt eða vanhugsandi fólk að koma skaðlegum hugmyndum að hjá þeim.

Líkti trans-æðinu við aðra sjálfsskaðahegðun ungmenna

Trans-æðið sem nú gengur yfir hjá börnum og ungu fólki hafi tekið við af öðrum sjálfskaðandi tískubylgjum, eins og til að mynda anorexíu og því að skera sig - en vinsældir þessara hópa sem finna má á samfélagsmiðlum - hafi dvínað eftir að umræðan um kynvitund fór á flug.

Peterson fordæmdi harðlega stéttir lækna og sálfræðinga fyrir að ýmist þegja, eða taka beinlínis þátt í óafturkræfri lemstrun þúsunda barna og unglinga. Hormónameðferðir, brjóstnám og fjarlæging á kynfærum með skurðaðgerð eru hluti af þeirri meðferð sem fólk sem vill skipta um kyn gengur í gegnum. Grundvallaratriði í báðum þessum fögum sé „Að gera ei mein (e. Do No Harm)" - en það sé þó einmitt það sem verið sé að gera. Hann sagði að fangelsi sé rétti staðurinn fyrir fagfólk sem tekur þátt í að móta persónuleika barna í þessa átt eða gera tilraun til að breyta kyni þeirra með læknisfræðilegum inngripum.

Ungmenni með efasemdir um kynvitund oftast samkynhneigð

Í sárasjaldgæfum tilfellum sé til fólk með kynvitund sem það upplifir mjög sterkt að passi ekki við líkama þeirra (e. Gendar Dysphoria), en það sé vandamál sem þessir einstaklingar fást við eftir að fullorðinsaldri er náð. Yfirgnæfandi meirihluti barna eða unglinga sem upplifa þessar tilfinningar í raun, uppgötvi eftir unglingsárin að þau séu samkynhneigð, og vísaði Peterson í lestur fjölda rannsókna þar um. Því sé alls engin þörf á stórkostlegum og óafturkræfum inngripum í þroska þeirra og líkama.

Peterson lagði til að foreldrar sem mæta spurningum frá börnunum sínum um hvort þau séu af öðru kyni, segðu beinlínis NEI og eyddu í framhaldinu meiri tíma með þeim. Jafnframt að foreldrar töluðu alvarlega við kennarana, eða tækju jafnvel börn úr skólum sem halda að börnunum þessum alvarlegu ranghugmyndum. Hann kvað allt venjulegt fólk sjá að það sem er að gerast sé rangt. Litlum en afar háværum hópi aktívista hafi tekist að ýta þessum ranghugmyndum úr vör, og að útilokunarmenningu sé miskunnarlaust beitt á þá sérfræðinga og aðra sem leyfa sér að hafa uppi efasemdir eða gefa út varnaðarorð.

4 Comments on “Dr. Jordan Peterson áminnir stéttir sérfræðinga: Gerið ei mein”

  1. Do no harm segir maður sem hefur unnið meiri skaða en flestallir aðrir gervivísindamenn samtímans.

  2. Do no harm segir maður sem vinnur fólki mein alla daga..

Skildu eftir skilaboð