Táningsleikarinn Tyler Sanders bráðkvaddur 18 ára gamall

frettinErlentLeave a Comment

Táningsleikarnn Tyler Sanders, sem fékk Emmy-tilnefningu fyrir frammistöðu sína í seríunni „Just Add Magic: Mystery City,“ var bráðkvaddur í Los Angeles 16. júní sl., staðfesti fulltrúi hans við Variety. Hann var 18 ára gamall og hefur dánarorsök ekki enn verið staðfest.

Sanders byrjaði að leika 10 ára gamall og lék í nokkrum stuttmyndum. Hans fyrsta stóra sjónvarpshlutverk var árið 2017, þegar hann var í gestahlutverki sem unga útgáfan af aðalpersónunni Sam Underwood í þættinum „Fear the Walking Dead“ á AMC. Önnur hlutverk í sjónvarpi var í þættu úr seríunni "The Rookie" árið 2018 og þáttur af "9-1-1: Lone Star" sem var sýndur 18. apríl, síðasta framlag hans í leiklistinni áður en hann lést.

Árið 2019 fór Sanders með hlutverk í lokaþættinum í fantasíuþáttaröðinni "Just Add Magic." Serían byggði á bók Cindy Callaghan frá 2010, og fjallaði um þrjár vinkonur sem uppgötva dularfulla matreiðslubók fulla af uppskriftum að mat með töfrandi eiginleika.

Fyrir utan sjónvarp, kom Sanders einnig fram í kvikmyndinni "The Reliant" árið 2019 með Kevin Sorbo. Áður en hann lést, lauk Sanders hlutverki í kvikmyndinni "The Price We Play" sem er í aðalhlutverki Stephen Dorff og var leikstýrt af Ryûhei Kitamura.

Skildu eftir skilaboð