Kolbrúnu Bergþórsdóttur sagt upp hjá Fréttablaðinu

frettinInnlendarLeave a Comment

Morgunblaðið segir frá því að Kol­brúnu Bergþórs­dótt­ur hafi verið sagt upp störf­um hjá Frétta­blaðinu.

Kolbrún á samkvæmt samtali við mbl.is að hafa fengið þær upp­lýs­ing­ar að ástæða upp­sagnarinnar væri hagræðing en jafnframt að upp­sögn­in hafi ekki komið henni mjög á óvart.

„Ég hélt þetta myndi ger­ast fyrr,“ sagði hún við blaðamenn Morgunblaðsins.

Fram kemur í fréttinni að Kol­brún viti ekki hvað hún taki sér næst fyr­ir hend­ur en hún ætl­i að njóta sum­ars­ins og treysta á al­mættið.

„Ég hugsa aldrei um fortíðina og hef eng­ar áhyggj­ur af framtíðinni,“ sagði Kolbrún.

Kolbrún skrifaði marga góða pistla og var þetta síðasti pistill hennar hjá Fréttablaðinu, Rétta málið.

Skildu eftir skilaboð