Líf, frelsi, fullveldi

frettinHallur Hallsson, Pistlar4 Comments


Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að fósturdeyðingar séu ekki stjórnarskrárvarinn réttur og vísað málinu heim í fylkin. Þar með er dómur Roe gegn Wade frá 1973 ógiltur. Málið fer heim í fylkin til lýðræðislegrar meðferðar kjörinna fulltrúa. Frá því dómurinn í Ameríku gekk fyrir hálfri öld hafa 64 milljón fóstur verið deydd í móðurkviði, líklega allt að 50 þúsund Íslendingar + afkomendur þeirra væru okkar á meðal.

Íslensk valdastétt hefur fordæmt niðurstöðu Hæstaréttar vestanhafs og virðist sammála forseta Íslands þess efnis að „...milljónir hafi glatað frelsi til að stjórna eigin líkama.“ Fullyrðing þessi er grunnhyggin og stenst ekki skoðun.

Réttindi fósturs

Á Íslandi er fósturdeyðing tengd kvenfrelsi sem sakbitið Alþingi kallar þungunarrof. Enginn minnist á réttindi fósturs. Valdið segir: „allt líf á rétt á sér“ þegar spurt er um ágengan „varginn“ svartbak. Fyrir um 40 árum lagði ég til við Styrmi Gunnarsson ritstjóra minn að ég sem blaðamaður Morgunblaðsins tæki til umfjöllunar þetta áleitna álitamál frá öllum hliðum, ég endurtek öllum hliðum. Hann taldi lesendur Morgunblaðsins ekki undir það búna.

Spurningin er áleitin: Er fóstur í móðurkviði manneskja sem á rétt til lífs? Er fósturdeyðing brot á mannréttindum? Hver tekur umræðuna og lætur á reyna fyrir Hæstarétti Íslands? Hver er munur á þessu 24 vikna fóstri og barni? Tianyou var 24 vikna að sögn Daily Mail.

Mynd úr frétt Daily mail

Allir eiga rétt til lífs

Bandaríska Sjálfstæðisyfirlýsingin er einn almerkasti texti mannkynssögunnar frá fjallræðu Jesú Krists. Sjálfstæðisyfirlýsingin kveður á um jafnrétti allra manna. Allir þiggja af Guði óafturkræfan rétt til lífs, frelsis og sóknar til hamingju. "We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the Pursuit of Happiness."

Grunngildi

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929. Grunngildi Sjálfstæðisflokks 20. aldar voru frelsi, fullveldi og kristin trú sem boðar að líf í ljósi sé gjöf Drottins. Þessi gildi voru kjölfesta stofnenda Sjálfstæðisflokksins, rótfest í tungu og menningu íslenskrar þjóðar; líf, frelsi, fullveldi. Sjálfstæðisflokkurinn bar ægishjálm yfir flokka hóphyggju „krata, komma og framsókn“. XD okkar tíðar hefur yfirgefið grunngildin.

Orðin þrjú lýsi upp Valhöll

Valdastétt okkar tíðar fylgir hóphyggju nýrrar aldar, rótfest í falsvísindum þess efnis „...að maðurinn komi úr myrkrinu þar sem ekkert er; tilviljun, afkomandi apa.“ Hóphyggjan hefur svipt vísindin grunnstefi sínu sem er að efast, aftur efast og rannsaka. Í þess stað er trúarstef hóphyggjunnar „treystu vísindunum.“ Myrkur hóphyggju hefur yfirtekið sönn vísindi. Við erum vitni að myrkraverkum í stormum okkar tíðar.

Ég legg til að hin þrjú klassísku orð verði greipt gylltu letri í lög Sjálfstæðisflokksins og standi stórum stöfum á Valhöll: LÍF, FRELSI, FULLVELDI. Ég trúi að þegar þjóðirnar hafa rekið guðlausa hóphyggju glóbalizta af höndum sér muni Sjálfstæðisflokkurinn umvefja visku stofnendanna.

4 Comments on “Líf, frelsi, fullveldi”

 1. Syndir mannsins eru margar og ein sú viðurstyggilegasta er þegar móðir ákveður að myrða afkvæmi sitt áður en að fæðingu kemur. Þetta kallast fóstureyðing, en í myrkrinu er talað um ´fósturrof´, eins og það breyti ásýnd glæpsins. Staðreyndin málsins er einfaldlega þessi: sá sem er drepin er í móðurkviði er einstakur einstaklingur, rétt eins og ég og þú. Það er engin afsökun að segja að konur eigi rétt á að myrða afkvæmi sín. Aðeins í hugarheimi guðleysingja er sú afsökun talin réttlætanleg.

 2. Eruð þið í alvöru svona heimsk eða eruð þið að grínast?

 3. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði 24. Júní s.l. að fósturdeyðingar séu ekki stjórnarskrárvarinn réttur og vísaði málinu heim í fylkin.

  Hægt er að þakka Donald Trump sérstaklega fyrir að velja í forsetatíð sinni íhaldssama kristna dómara úr röðum repúblikana í Hæstarétt. Þeir eru því, nú, í meirihluta í Réttinum.

  Baráttan fyrir lífsrétti ófæddra barna virðist loks vera að skila tilætluðum árangri í Bandaríkjunum, en sú barátta hefur staðið frá árinu 1973. Það ár markaði upphaf fjöldadrápa saklausra barna. Hafa síðan 64 milljónir barna verið deydd í móðurkviði.

  Alþingi Íslendinga fer aðra leið en Hæstiréttur Bandaríkjanna. Af Alþingi er það talinn sjálfsagður löglegur “réttur” kvenna að fá að drepa börnin sín í móðurkviði, séu þau yngri en 22ja vikna, óski þær eftir því.

  Katrín Jakobsdóttir segir óþolandi að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki burt seintekinn augljósan rétt kvenna til að drepa ófædd börn sín og missi með því ákvörðunarvald yfir eigin líkama.
  Segir Katrín að það nístir sig beint í hjartastað. Forseti Íslands tekur undir.

  María Mey hins vegar var níst í hjartastað þegar eingetinn sonur hennar var tekinn af lífi af syndugum mönnum. Lúk. 2:35.

 4. Hví eru menn að æsa sig yfir máli sem fyrir löngu er útrætt:

  Fóstureyðing? Sjálfsagður þáttur í snyrtingu nútímakonunnar !

Skildu eftir skilaboð