Vildi hitta aldraðan föður sinn á bráðamóttöku en hótað handtöku

frettinInnlendar1 Comment

Kona hafði samband við Fréttina og sagði frá því að tvívegis hafi henni verið neitað að umgangast aldraðan föður sinn sem hefur þurft að fara með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans með tveggja daga millibili, n.t.t. 27. og 29. júní.

Í 23.gr. í réttindum um lög sjúklinga segir:

Linun þjáninga og nærvera fjölskyldu og vina.
- Sjúklingur á rétt á að njóta stuðnings fjölskyldu sinnar, ættmenna og vina meðan á meðferð og dvöl stendur. Sjúklingur og nánustu vandamenn hans eiga rétt á að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðnings.

Konan vísaði í lögin og benti á að það væri lagalegur réttur hvers sjúklings að njóta stuðnings fjölskyldu sinnar á meðan á dvöl stæði, en var sagt af deildarstjóra að spítalinn mætti setja sínar eigin reglur og að „við værum í miðjum heimsfaraldri.“

Í fyrra skiptið sem gamli maðurinn fór á bráðamóttökuna var frekar rólegt um að vera (í móttökunni a.m.k.) en aðeins meira var að gera í seinna skiptið, 29. júní, en ekki hægt að lýsa því sem einhverskonar neyðarástandi.

Konan ítrekaði að hún vildi vera hjá föður sínum, sem er 84 ára, en starfsfólkið sagðist þá ætla hringja á lögreglu, yfirgæfi hún ekki staðinn.

Lögreglan mætti að vörmu spori og vísaði konan í rétt sjúklinga og spurði lögregluna hvort ríkisstofnun þyrfti ekki að fara eftir lögum í landinu og hvort stofnunin mætti setja sínar eigin reglugerðir. Henni var þá sagt að hún yrði handtekin, færi hún ekki af svæðinu.

Konan sagðist þá hafa rétt fram hendurnar og sagt: „Með lögum skal land byggja, segið mér hver glæpurinn er sem hér er framinn.“

Lögreglan talaði þá aftur við deildarstjórann og var konunni hleypt inn til að hitta föður sinn, þar sem hún dvaldi í um 10 - 15 mínútur.

One Comment on “Vildi hitta aldraðan föður sinn á bráðamóttöku en hótað handtöku”

  1. Gott hjá dótturinni. Heimsfaraldur gefur stofnunum ekki leyfi til að traðka á réttindum okkar.

Skildu eftir skilaboð