Fjármálaráðherra vill að ofgreidd laun verði leiðrétt – „annað er siðferðisbrestur“

frettinInnlendarLeave a Comment

Fjár­sýsla rík­is­ins mun leiðrétta of­greidd laun 260 op­in­berra starfs­manna, þar á meðal dómara, eft­ir að mis­tök komu í ljós. Nem­ur heild­ar­upp­hæðin um 105 millj­ón­um króna.

Ákvörðun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra launa síðustu þriggja ára er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara, að mati dómara.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir á facebook að æðstu embættismenn að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. Í raun er málið ósköp einfalt, segir ráðherrann.  „Það snýst um að útgreidd laun voru hærri en þau laun sem greiða átti lögum samkvæmt. Það er óþolandi að þetta hafi gerst en við því verður að bregðast.“

 „Laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna eru ekki lækka, eins og formaður dómarafélagsins hefur sagt. Þau eru leiðrétt núna um mánaðamótin og hækka svo frá 1. júlí um 6,9% frá þeirri leiðréttingu. Frá þeim tíma verða launin nákvæmlega þau sem þau eiga að vera lögum samkvæmt,“ skrifar Bjarni og segir það fráleitt að segja þetta vera geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra.

Aumur málstaður þeirra sem mótmæla leiðréttingu

Bjarni segir málstaður þeirra sem mótmæla því að nú eigi að leiðrétta ofgreidd laun vera býsna auman og vænta þess að þeir vilji bera fyrir sig að hafa tekið við of háum launum undanfarin ár í góðri trú.

 „Fyrir mér eru önnur rök yfirsterkari. Og munar miklu,“ bætir Bjarni við:  „Þegar í hlut eiga æðstu embættismenn ríkisins, alþingismenn, ráðherrar, forseti lýðveldisins, dómarar, seðlabankastjóri og saksóknarar á ekki að þurfa opinberar skeytasendingar til að útskýra að rétt skal vera rétt.“

Skrif Bjarna má sjá í heild hér:

Skildu eftir skilaboð