Fyrrum atvinnumaðurinn Gary Pearson látinn eftir hjartaáfall 45 ára

frettinErlentLeave a Comment

Fyrrum fótbolta- og atvinnumaðurinn Gary Pearson í Sheffield United, Darlington og York er látinn eftir að hafa hnigið niður á heimilu sínu, 45 ára gamall.

Hann hafði nýlega tekið við sem knattspyrnustjóri Billingham Town FC og hlakkaði mikið til nýs tímabils. Formaður félagsins, Kevin Close, heiðraði minningu hans og sagði að hann hefði orðið „besti stjórinn“ sem félagið hefði nokkurn tíma haft.

Hann sagði frá því hvernig Gary hafi látist tveimur vikum eftir að hafa fengið hjartaáfall þegar hann var á vellinum. Hann hafði gengist undir aðgerð og var að slaka á heima. Búist var við að hann myndi ná sér að fullu. Þrátt fyrir skjót viðbrögð sjúkraflutningaþjónustunnar lést Gary, segir í frétt Teesside Live.

„Hann var svo hraustur og í svo góðu formi, við erum bara í áfalli,“ sagði Kevin.

Skildu eftir skilaboð