Flórída bannar kennslu um kynhneigð og málefni transfólks meðal ungra skólabarna

frettinErlentLeave a Comment

Lög í Flórída banna nú opinberlega alla kennslu um kynhneigð, kynjahugmyndafræði og málefni transfólks meðal grunnskólabarna á aldrinum 5 til 8 ára. Eftir þann aldur verður námsefnið að vera í samræmi og við hæfi aldur barnanna.

Þetta kynnti ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis í vikunni. Eins kynti hann að í upphafi skólaárs verði foreldrum kynnt sú heilbrigðisþjónusta sem skólinn býður upp á og þeim gefið tækifæri á að afþakka þjónustuna.

Foreldrum verður einnig kynnt með góðum fyrirvara ef börn þeirra eru beðin að taka þátt í könnunum í skólum varðandi heilbrigðismál, og þeim gefið tækifæri á að hafna þátttöku barna sinna.

Hér má heyra kynningu ríkisstjórans:


Skildu eftir skilaboð