Hlýnun: 0,06 gráður á 40 árum

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson kennara og blaðamann:

Meðalhiti lofthjúps jarðar var 0,06 C hærri í nýliðnum júní en nemur meðalhita lofthjúpsins frá 1979, eða í rúm 40 ár.

Hækkun meðalhita á áratug á þessum tíma nemur um rúmlega 0,1 gráðu. Það þýðir að á einni öld hækkar meðalhiti lofthjúpsins um 1 gráðu á Celcíus.

Upplýsingarnar eru á heimasíðu loftslagsvísindamannsins Roy Spencer sem heldur tölfræði yfir breytingar á hitastigi lofthjúpsins.

Mæling á hitastigi lofthjúpsins gefur nákvæmari upplýsingar en mælingar stöðva á jörðu niðri, þar sem ýmislegt hefur áhrif á niðurstöðuna s.s. byggingar og sértækar staðbundnar aðstæður.

Punkturinn er þessi: hækkun á meðalhita jarðar um eina gráðu á einni öld er engin hamfarahlýnun heldur eðlileg náttúruleg þróun.

Jarðsagan geymir upplýsingar um til muna öfgafyllri hitabreytingar en eina á gráðu á öld:

Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýna að veðurfar hefur verið mjög óstöðugt á síðasta jökulskeiði, sem hófst fyrir um 115 þúsund árum og lauk fyrir 11,7 þúsund árum. Á þessu tímabili hlýnaði 25 sinnum mjög snögglega, um 10-15°C í hvert sinn og síðan kólnaði aftur en mun hægar. [...] Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð. (Undirstrik. pv)

Náttúrulegar sveiflur eru á hitastigi jarðar og hafa verið frá ómunatíð. Harðar staðreyndir um hitastig jarðar, og breytingar s.l. áratugi, staðfesta að náttúran en ekki maðurinn stjórnar hitastiginu.

Skildu eftir skilaboð