Hollenskir bændur mótmæla loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar – fjöldi landbúnaðarstarfa í hættu

frettinErlentLeave a Comment

Samkvæmt hollenska miðlinum NL times söfnuðust um 40.000 bændur saman í síðustu viku í mið-Hollandi til að mótmæla áformum stjórnvalda. Margir komu á dráttarvélum og tovelduðu umferð um landið.

Hvað er það sem ríkisstjórnin leggur til og hvers vegna eru bændur að mótmæla?

Bændur mótmæltu víða um Holland þegar þingmenn greiddu atkvæði á þriðjudag um tillögur um að draga úr losun skaðlegra mengunarefna, áætlun sem mun líklega neyða bændur til að fækka búfé sínu eða hætta alfarið landbúnaðarstörfum.

Ríkisstjórnin segir að draga þurfi verulega úr losun köfnunarefnisýrings (NO2)og ammoníaks, sem búfé framleiðir, nærri náttúrusvæðum sem eru hluti af vernduðum svæðum fyrir plöntur og dýralíf sem eru í útrýmingarhættu. Svæðið teygir sig yfir 27 ríki Evrópusambandsins.

Þegar dráttarvélar söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið sagði Mark Rutte forsætisráðherra að bændur hefðu rétt á að mótmæla en ekki að brjóta lög.

„Tjáningarfrelsið og rétturinn til að mótmæla eru mikilvægir þættir í lýðræðissamfélagi okkar og ég mun alltaf verja það,“ sagði Rutte. „En … það er ekki ásættanlegt að skapa hættulegar aðstæður, það er ekki ásættanlegt að hræða embættismenn, við munum aldrei sætta okkur við það.“

Hvað er ríkisstjórnin að leggja til?

Stjórnin vill draga úr losun mengandi efna, aðallega köfnunarefnisýrings og ammoníaks, um 50% á landsvísu fyrir árið 2030. Ráðherrar kalla tillöguna „óhjákvæmilegar breytingar“ sem miða að því að bæta gæði lofts, lands og vatns.

Þeir vara við því að bændur verði að aðlagast eða horfast í augu við möguleikann á að hætta rekstri.

„Skilaboðin eru skýr; ekki allir bændur geta haldið áfram rekstri,“ og þeir sem gera það munu líklega þurfa að stunda búskap á annan hátt, sagði ríkisstjórnin í yfirlýsingu í þessum mánuði þegar hún kynnti markmið sín um að draga úr losun.

Búfénaður framleiðir ammoníak í þvagi og saur. Ríkisstjórnin hefur áður hvatt bændur til að nota fóður fyrir dýrin sín sem inniheldur minna prótein til að draga úr losun ammoníaks. Vandamálið er mikið í Hollandi, sem er þekkt fyrir öflugan búskap, þar sem mikið af búfé er á litlum landsvæðum.

Þetta á ekki aðeins við um bændur. Ríkisstjórnin hefur einnig lækkað hámarkshraða á þjóðvegum úr 130 km á klukkustund í 100 km á klukkustund á daginn sem leið til að draga úr köfnunarefnisýringi, sem verður til í vélum ökutækja.

Ríkisstjórnin hefur neyðst til að grípa til aðgerða eftir fjölda dómsmála sem lokuðu á innviða- og byggingarframkvæmdir vegna ótta um að þær myndu valda útblæstri sem brjóta í bága við umhverfisreglur.

Hvað eru hollenskir bændur að gera?

Á mánudaginn og fram á þriðjudag fóru um 40 þúsund bændur út á þjóðvegi, sem voru fullir af umferð, og mótmæltu. Þeir óku hægt eftir veginum eða stoppuðu alveg. Sumir sturtuðu heyböggum á vegina og smærri hópar mótmæltu fyrir utan bæjarskrifstofur og ráðhú og kveiktu í sumum tilfellum bál fyrir utan byggingarnar.

Bændur halda því fram að vegið sé að þeim með ósanngjörnum hætti hvað mengun snertir á meðan aðrar atvinnugreinar, svo sem flug, aðrar samgöngur og ýmsar framkvæmdir, stuðli einnig að losun mengandi efna en standi ekki frammi fyrir svo víðtækum breytingum og reglum. Bændur segja einnig að ríkisstjórnin gefi þeim ekki skýra mynd um framtíð þeirra.

Hvaða náttúrusvæði eru í hættu?

Ríkisstjórnin hefur gefið út leiðbeiningar með markmiðum um minnkun yfir allt landið sem byggja á nálægð við svæði sem eru hluti af Natura 2000 svæði Evrópusambandsins þar sem eru viðkvæmar plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Natura 2000 svæðið nær til 27 aðildarríkja.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir á vefsíðu sinni að verndun og sjálfbær nýting Natura 200 svæðissins snúist „að mestu leyti um að fólk vinni með náttúrunni frekar en á móti henni. Hins vegar verða aðildarríkin að tryggja að svæðunum sé stjórnað á sjálfbæran hátt, bæði vistfræðilega og efnahagslega.“

Hollenskir bændur halda því fram að önnur ESB-ríki séu ekki að setja svo harkalegar hömlur í landbúnaði eins og Holland. Í mótmælunum á mánudaginn setti hópur bænda á hollensku Natura 2000 svæði, nálægt þýsku landamærunum, upp fána og skilti þar sem á stóð „velkominn til Þýskalands“ sem átti að tákna að Holland væri hluti af Þýskalandi.


Skildu eftir skilaboð