Sögulegur samdráttur í Þýskalandi – neikvæð vöruviðskipti í fyrsta sinn í 30 ár

frettinErlent1 Comment

Í fyrsta sinn frá árinu 1991 hefur vöruskiptajöfnuður Þýskalands verið neikvæður. Ástæðan er sú að Kína og Rússland, tveir mikilvægir viðskiptaaðilar, eru að hætta viðskiptum við Þjóðverja. Meira að segja í kauphöllum heims er ekkert þýskt fyrirtæki meðal 100 efstu, grafalvarlegt mál fyrir fjórða stærsta hagkerfi Evrópu.

Fátt var eins afgerandi fyrir sjálfsmynd Þjóðverja sem efnahagsveldis og jákvæður vöruskiptajöfnuður.

Í maí fór vöruskiptajöfnuður Þýskalands í mínus, sem þýðir að verðmæti varnings sem flutt var inn var meira en verðmæti útflutnings. Slíkt er afar sjaldgæft hjá útflutningsþjóðinni Þýskalandi.

Árið 1991 var Þýskaland með neikvæð vöruviðskipti. Í uppsveiflunni í kringum sameiningu Austur-og Vestur Þýskalands var gríðarleg spurn eftir neysluvarningi, sem aðeins var hægt að mæta með innflutningi.

Að þessu sinni er ekki hægt að tala um uppsveiflu í neyslu, þvert á móti. Væntingavísitalan er í algjöru lágmarki. Neikvæður vöruskiptajöfnuður í maí er ekki merki um innlendan efnahagsstyrk heldur viðvörunarmerki um efnahagsástand landsins.

Sumir telja þetta frekari vísbendingu um efnahagslega hnignun á stærsta hagkerfi Evrópu. Á sama tíma og Þýskaland er háð innfluttri orku, sem verður sífellt dýrari, er útflutningur landsins að nálgast hámark miðað við núverandi aðstæður.

Mesti hallinn við Kína

Viðskipti við Rússlandi hafa ekki aðeins hrunið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, heldur eru viðskipti við aðrar efnahagsblokkir einnig undir ströngum takmörkunum. Þar á meðal eru flöskuhálsar í vöruflutningum á sjó.

Frá árinu 2000 hefur Þýskaland verið með að meðaltali um tíu milljarða evra afgang á útflutningi í hverjum mánuði.

Meira að segja í Covid kreppunni fór þýski vöruskiptajöfnuðurinn aldrei í mínus. Í maí var mínusinn tæpur milljarður evra. Mesti hallinn var við Kína, með átta milljarða evra. Síðan er það hallinn við Rússland, sem þrátt fyrir stríðið er helsti orkuframleiðandi Þýskalands á meðan útflutningur Þýskalands til Rússlands minnkaði um helming. Á sama tíma minnkaði afgangur af viðskiptum við ríki á evrusvæðinu.

Nánar um málið má lesa í Die Welt.

One Comment on “Sögulegur samdráttur í Þýskalandi – neikvæð vöruviðskipti í fyrsta sinn í 30 ár”

  1. Vesturlönd, í sinni heimsku og klikkun, eru að færa Kína heimsyfirráð á silfurfati.

Skildu eftir skilaboð