Fékk viðurkenningu forseta fyrir að vera fyrst í Bandaríkjunum til að fá bóluefnið

frettinErlent1 Comment

Joe Biden forseti afhenti á fimmtudag hjúkrunarfræðingnum Sahra Lindsay,í New York hina virtu frelsisviðurkenningu Medal of Freedom fyrir að vera fyrst í Bandaríkjunum til að fá COVID-19 bóluefnið.

Sandra Lindsay komst í sviðsljósið þegar hún var bólusett í beinni útsendingu í sjónvarpi þann 14. desember 2020.

„Mér finnst þetta mikill heiður, er svo þakklát fyrir að hafa hlotið þessa virtu viðurkenningu,“ sagði Lindsay.

Lindsay skorar á alla að fara í Covid bólusetningu. Á síðasta ári sagði hún við EyeWitness News að ástríða hennar væri að róa fólk sem væri hrætt við bóluefnið.

Þá kom einnig fram á síðasta ári að bólusetningaskírteini hennar, hlífðarbúnaður og nafnspjald sem hún var með á bólusetningardaginn fari á stærsta safn heims, Smithsonian í Washington DC.

Ekki kom fram í fréttinni hvort Lindsay væri búin að fá Covid.

One Comment on “Fékk viðurkenningu forseta fyrir að vera fyrst í Bandaríkjunum til að fá bóluefnið”

  1. Þetta er mesta hræsni sem ég hef séð lengi. Frelsisviðurkenningu ég meina What. Oj bara Oj bara Oj bara

Skildu eftir skilaboð