Fyrrverandi forsætisráðherra Japans í lífshættu eftir skotárás

frettinErlentLeave a Comment

Skotárás­ var gerð á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans í borg­inni Nara,  um hádegisbil að japönsk­um tíma. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn.

Skotið var tvisvar á forsætisráðherrann fyrrverandi þegar hann var að ávarpa gesti á kosningafundi og er hann talinn í lífshættu.  Fyrst var talið að Abe hefði látist.

„Ég bið fyr­ir því að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherr­ann lifi af. Þetta er villi­manns­legt at­hæfi á meðan á kosn­inga­bar­áttu stend­ur, sem er und­ir­staða lýðræðis­ins og árásin er al­gjör­lega ófyr­ir­gef­an­leg. Ég for­dæmi þenn­an verknaði harðlega,“ sagði Fumio Kis­hida, for­sæt­is­ráðherra lands­ins.



Skildu eftir skilaboð