Minsk samkomulaginu loks framfylgt – gegn vilja leiðtoga Vesturlanda

frettinIngibjörg Gísladóttir, Pistlar1 Comment

Fyrir eigi svo löngu lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu frelsað Lugansk héraðið. Borgin Lysychansk var síðasti þröskuldurinn. Teymi frá France 24 var í borginni fyrir innrásina og lýsti því sem fyrir augu bar. Er Rússar fóru að nálgast borgina þá fyrirskipaði Úkraínuher íbúunum að flýja en um 15.000 vildu vera um kyrrt. Vantraust á Úkraínuher var áberandi. Kona segist vilja að Rússar hafi betur og önnur segir að það séu Úkraínumenn sem hafi verið að skjóta á íbúana, það séu þeir sem hafi drepið börn þeirra.

Eftir komu rússnesku hermannanna ríkir fögnuður, rússneski fáninn er dreginn á loft, og fáni Rauða hersins jafnvel líka. Hermennirnir vingast við íbúa og dreifa matvælum. Minsk samkomulaginu um sjálfsstjórn Lugansk hefur verið framfylgt með hervaldi og Donbass héraðið er næst.

Vesturlönd styðja Úkraínustjórn heilshugar í því að ná Austurhéruðunum undir sig aftur. Spilltir stjórnendur hugsa hvorki um rétt íbúa Donbass til að halda í tungumál sitt og menningu, né um hag eigin borgara. Biden (eða sá sem stjórnar honum) lofar ótakmörkuðum vopnum og Boris Johnson lofaði að þjálfa hermenn og senda Úkraínuher einn milljarð til viðbótar. Þá er aðstoð Breta við einræðisstjórn Zelenskí komin upp í 3.8 milljarða punda. Boris sagði nýlega á NATO ráðstefnu á Spáni að „frelsið væri alltaf peninganna virði" og lofaði að auka framlög til NATO.

Boris hefur tekið hagsmuni vopnaframleiðenda og heimsvaldasinna fram yfir hagsmuni bresks almennings. Letrið hefur nú þegar birst honum á veggnum; hann léttvægur fundinn og ríki hans verður gefið öðrum. Samkvæmt YouGov könnun í upphafi ársins þá sagðist um þriðjungur Breta ekki hafa efni á að halda híbýlum sínum þokkalega hlýjum ef kalt væri úti og 6% tekjulægsta hópsins sagðist alls ekki hafa efni á neinni upphitun. Forsvarsmenn matarbanka segja frá því að launafólk leiti til þeirra í síauknum mæli og þeir þurfi að afþakka mat sem þarf að sjóða (þeirra skjólstæðingar hafi ekki efni á að elda hann) og verslanir eru farnar að setja þjófavörn á smjör, ost, kjöt og fleiri vörur. Spáð hefur verið enn meiri hækkunum á orku- og vöruverði á árinu - því miður.

One Comment on “Minsk samkomulaginu loks framfylgt – gegn vilja leiðtoga Vesturlanda”

  1. Þið gerið ykkur grein fyrir að Lysychansk var 100.000 manna borg, er það ekki?

Skildu eftir skilaboð