Fæðuframleiðsumiðstöðvar Alheimsefnahagsráðsins (WEF) – bændum fórnað

frettinArnar Sverrisson, PistlarLeave a Comment

Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum) stendur fyrir stofnun fæðuframleiðslumiðstöðva (hub) víðs vegar um heiminn. Þar eru leiddir til leiks fjárfestar, stjórnvöld, uppfinningamenn, bændur, alþjóðastofnanir og fleiri. Þetta er svipað fyrirkomulag og veraldarbúum var kynnt í síðasta veiruheimsfaraldri. Þar er einnig sama stuðningsaðilja að finna, Stofnun Bill og Melinda Gates – og marga fleiri.

Þessi áætlun Alheimsefnahagsráðsins, „Bandalag um fæðuframleiðsluframtak“ (Food Action Alliance) er samstarfsverkefni með þátttöku Alþjóðlega landbúnaðarþróunarsjóðsins (International Fund for Agricultural Development) og Rabobankans, að viðbættu neti sjö hundruð staðbundinna og alþjóðlegra stofnana, þar með talin bændasamtök. Svo virðist, sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hafi upp á sitt eindæmi undirritað samstarfssamning við aðalpáfa Alheimsefnahagsráðsins, Klaus Schwab, þessu aðlútandi.

Þarna má líka finna Unilever, PepsiCo, Master Card og Syngenta, stærsta íðefnaframleiðenda (agrochemical) fyrir landbúnaðinn í heimi hér. Það er í eigu hins kínverska Chemchina. Fjárfestingarsjóðurinn, Svarti klettur (Black Rock), og Vanguard eru stórir hluthafar í þrem þessara stórfyrirtækja.

Tilgangurinn með nefndri áætlun er að beita sér fyrir nýjungum við sjálfbæra fæðuframleiðslu og markaðssetningu þeirra - og þjóna sem fræðslusetur. Fyrstu miðstöðvarnar skutu rótum í Kólumbíu, á Indlandi og í Evrópu. Fæðudalur (Foodvalley) heitir ein slík stöð í Hollandi. Fleiri eru á leiðinni, m.a. í Sambíu, Keníu, Eþíópíu og Vietnam. Þessi nýja landbúnaðarsýn Alheimsefnahagsráðsins er í fullu samræmi við stefnu Sameinuðu þjóðanna (og Íslendinga) um sjálfbæra þróun til ársins 2030.

Ný tækni - gervigreind, tölvuagntækni, líftækni, sjálfstýrinet

Sérstaklega er litið til nýrrar tækni eins og sjálfstýrineta (internet of things), gervigreindar, líftækni og tölvuagntækni (nanotechnology), rétt eins og við gerð covid-19 bóluefnanna.

Alheimsefnahagsráðið segir: „[V]ið verðum að breyta framleiðslu fæðu og neyslu hennar í grundvallaratriðum. Það felur í sér breytingar á starfsemi 500 milljóna kotbænda (smallholder) og neysluvenjum 7.7 milljarða manna.“

Bill Gates og gervikjöt

Bill Gates gefur okkur hugmynd um, hvað í þessum orðum felst: „Að mínum dómi ættu allar ríkar þjóðir að stefna að neyslu algjörlega tilbúins nautakjöts (synthetic beef). Þegar allt kemur til alls ætti græni vinningurinn að duga til að knýja fram breytta [neysluhegðun] fólks eða beita má reglugerðum til að breyta eftirspurninni algjörlega.“ Hinn mikli athafnamaður hefur þegar stofnað netmarkaðakeðju í Holllandi, Picnic.

Bill er maður athafna, ekki síður en orða: Í Afríku hefur hann auk mikilla bólusetningaumsvifa stofnað eigin samtök með hliðstæð markmið, „Bandalagið um græna byltingu í Afríku“ (Alliance for a Green Revolution in Africa). Leiðtoginn heitir Agnes Mathilda Kalibata, fyrrum landbúnaðarráðherra Rúanda. Markmiðið er að auka tekjur og fæðuöryggi þrjátíu milljóna sveitaheimila í þrettán Afríkulöndum. Áhersla er lögð á erfðabættar plöntur, kynblönduð fræ, tilbúinn áburð og illgresiseyði. Samkvæmt rannsókn, sem unnin var á vegum Tuft háskólans í Bandaríkjunum, leiddi einhæf ræktun til tæplega þriðjungs fjölgunar á fórnarlömbum hungurs.

En aftur að fæðuframleiðslustöðvum Alheimsefnahagsráðsins. Alþjóðleg stjórnunarskrifstofa (Global Coordinating Secretariat) þess er staðsett í Wageningen í Hollandi, en sérhver miðstöð mun hafa staðbundna stjórn.

Mark Rutte  - lærisveinn Klaus Schwab

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, sá hinn sami og sigar nú lögreglu á andófsbændur, er einarður stuðningsmaður þessa verkefnis. Hann er, ásamt Justin Trudeau, einn af uppáhaldslærisveinum Klaus Schwab, æðstaprests í Davossöfnuðinum, þ.e. Alheimsefnahagsráðinu, þar sem Katrín Jakobsdóttir einnig hefur menntast. Þar að auki hefur Mark alla starfsævi sína verið í tengslum við Unilever, sem reyndar hefur svipaða stefnu í landbúnaðarmálum og einmitt hollenska ríkisstjórnin. Mark hefur látið hafa eftir sér, að almenningur á Vesturlöndum verði að horfast í augu við heldur meiri fátækt.

Skýrsla Alheimsefnahagsráðsins

Grundvallarstefnuskrá eða skýrsla Alheimsefnahagsráðsins, sem kom út 2010, heitir „Allra mál: Hvernig styrkja má alþjóðlega samvinnu í samþættari heimi“ (Everybody‘s Business: Strenghening International Cooperation in a More Interdependint World). Þetta er doðrantur upp á rúmar sex hundruð síður. Að ritunun hans komu sjö hundruð manns, sem kröbbuðu í eitt og hálf ár, samkvæmt Harris Gleckman við háskólann í Boston.

Alheimsefnahagsráðið beitir sér fyrir uppbyggingu nýrra valdastofnanna, sem eru jafnvígar eða æðri þjóðríkjunum - og alþjóðastofnunum jafnvel. Don Tapscott segir þetta skýrt: Svo að finna megi leiðir til nýrra lausna á vanda alheimsins þarf að losa sig við stóra hindrun, þjóðríki með eigin efnahag.

Í stað þjóðríkja koma yfirþjóðlegir hagsmunaaðiljar (stakeholder) eða hagsmunaráð. Hagsmunaráðin stýra af listfengi, en stjórna ekki. („Governance is the art of governing without governments,“ segir Susan George, sem skrifaði árið 2015 bókina: „Hvernig alheimsfyrirtæki seilast til valda.)

Hollenskir bændur berjast á móti

Nú er evrópskum landbúnaði heldur betur velgt undir uggunum. Ef hann veltur á hliðna bíða samkeppnisaðiljarnir, risakjötframleiðendurnir í Bandaríkjunum með klærnar úti. Svarti klettur (Black Rock) og Vanguard, eru þar einnig hluthafar.

En það örlar á andspyrnu gegn áætlunum auðkýfinga, stjórnvalda og alþjóðastofnana. La Via Campesina er andófsfélagsskapur tvö hundruð milljóna smábænda og sveitamanna, sem leggja áherslu á ræktun góðra matvæla.

Hollenskir bændur hafa nú stofnað baráttusamtök, Agractie. Þeir leggja einnig til andófsaðgerðir með stuðningi almennings þann fimmtánda júlí og flagga hollenska fánanum á haus.

Og eins og venjulega lýsa staðreyndaljósin um þetta mál sem önnur.

En vonarglæta að lokum: Í Nýja-Sjálandi, þar sem Jacinda Ardern, enn ein lærisveinka Alheimsefnahagsráðsins ríkir, er kúm nú skylt að bera grímu fyrir vitum sér til að draga úr losun gróðurhússlofttegunda.

Heimildir má finna hér.

Skildu eftir skilaboð