Endurlífguðu fílsmóður með hjartahnoði

frettinErlentLeave a Comment

Mögnuð endurlífgun á fílsmóður átti sér stað í Tælandi í dag, þegar björgunarfólk og sjálfboðarliðar brugðust skjótt við til að bjarga fílsmóður og kálfi hennar sem hafði fallið ofan í niðurfall í Tælandi. Björgunarmennirnir þurftu að framkvæma endurlífgun á móðurinni með hjartahnoði.

Eins árs kálfurinn hafði fallið ofan í steypt holræsi á golfvelli í mikilli rigningu í miðhluta Nakhon Nayok héraði. 10 ára fílsmóðiririn stóð vörð um litla kálfinn og var í miklu uppnámi þegar sjálfboðaliðar frá dýrahjálparsamtökum komu á svæðið. Hún sló þá höfðinu í brún steinsteypubyggingarinnar sem varð til þess að hún missti meðvitund og fór í hjartastopp.

Vörubílakrani var notaður til að draga móðurina fyrir hjartahnoðið áður en dýralæknar klifruðu svo ofan á hana til að framkvæma endurlífgun. Á meðan hreinsaði gröfumaður jörðina svo kálfurinn gæti klifrað upp úr 7 feta djúpri holunni. Það tók sjálfboðaliðana rúmlega þrjár klukkustundir að klára aðgerðirnar.

Dr. Chananya sagði að móðirin hafi „komist til meðvitundar eftir að hafa fengið hjartahnoð og fundið fyrir nálægð fílsungans. Fljótlega eftir hörmungarnar byrjaði kálfurinn svo að drekka mjólk úr móður sinni.

„Þessi reynsla snerti hjörtu okkar og verður ein eftirminnilegasta björgun sem við höfum gert.“ sagði Dr. Chananya.


Skildu eftir skilaboð