Óháða og hlutlausa RÚV

frettinPistlar1 Comment

Brynjar Níelsson er þekktur fyrir skemmtilega pistla og skrifar hann í dag um hlutleysi ríkisfjölmiðilsins RÚV á facebook síðu sinni. 

Eftir að hafa horft á æsispennandi leik Austurríkis og Noregs á EM kvenna í fótbolta í gærkvöldi með þjóðinni fylgdist ég með kvöldfréttum RUV kl 21.00. Fyrstu fréttir, og nokkuð margar, voru af hitabylgjum í Evrópu, sem mun þó hafa komið árlega á sumrin í einhverja daga svo lengi sem elstu menn muna.

Næsta frétt var um mótmæli gegn hvalveiðum. Tekin voru viðtöl við tvo mótmælendur, sem var nálægt helmingur allra mótmælenda. Þetta var um það bil hundraðasta fréttin um hvalveiðar Íslendinga þrátt fyrir að hvorki við né heimurinn höfum nokkrar áhyggjur eða áhuga á þessum veiðum. Þessi frétt var hluti af öllum loftslagsvandafréttum, sem einokað hafa fréttatíma RUV, því skyndilega hafa menn uppgötvað að hvalveiðar eru skaðræði þegar kemur að loftslagsbreytingum. Svo þegar þekktasti fyrirlesari heims um þessar mundir kom til landsins til að halda fyrirlestur var það ekki frétt á RUV hvað þá að viðtal væri tekið við hann.

Í lok fréttatímans voru síðan fréttir af hinsegin fólki, eins og svo oft áður. Í hvert sinn sem einhver málar í regnbogans litum er það orðið frétt á RUV. Það eru aldrei neinar fréttir af stritandi alþýðu eða bara venjulegu fólki, sem er að gera margt mjög áhugavert. Hvar værum við án hins frjálsa, óháða og hlutlausa RUV, sem er svo mikið í almannaþágu?

Þessi pistill vekur upp þær spurningar, hvort að RÚV sé í raun barn síns tíma og/eða tímaskekkja, væri ekki nær að leyfa almenning að ráða í hvaða fjölmiðil það greiðir nefskattinn sinn?

One Comment on “Óháða og hlutlausa RÚV”

  1. Það er löngu ljóst að RÚV og flestir fjölmiðlar eru einungis áróðurstæki fyrir vinstri menn, þetta eru ekki óháðar og hlutlausar fréttastofur.

Skildu eftir skilaboð