Sérfræðingar hætta í hrönnum hjá CDC og NIH – skammast sín fyrir „slæm vísindi“

frettinErlentLeave a Comment

Daily Mail segir frá því að tvær af helstu heilbrigðisstofnunum Bandaríkjanna séu að missa fjölda starfsfólks þar sem léleg ákvarðanataka, sem starfsfólkið lýsir sem „slæmum vísindum.“ hefur leitt til lélegs starfsanda.

Lýðheilsusérfræðingurinn Dr. Marty Makary

Dr. Marty Makary, lýðheilsusérfræðingur hjá Johns Hopkins háskólanum, gagnrýnir bæði lokun skóla meðan á COVID-19 heimsfaraldri stóð og bóluefni fyrir börnin, fjögurra ára og yngri.

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) og National Institute of Health (NIH) líða nú fyrir skort á starfsfólki, að sögn Dr. Makary. Þetta kemur fram á vefsíðu sem haldið er úti af fyrrverandi dálkahöfundi New York Times, Bari Weiss.

Helstu ákvarðanir sem teknar voru af stofnunum sem sköðuðu starfsandann voru meðal annars stuðningur við grímu í skólum, lokanir í skólum meðan á faraldrinum stóð og neyðarleyfi á COVID-19 bóluefnum fyrir börn fjögurra og yngri.

Báðar stofnanirnar, ásamt Matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) hafa lent í deilum í faraldrinum fyrir ósamræmi í skilaboðum og ákvarðanatöku sem virtist ekki í samræmi við tiltæk vísindi.

Skólar urðu vígvöllur COVID-19 heimsfaraldursins í Bandaríkjunum

Þegar faraldurinn hóf innreið sína 2020, létu margir embættismenn loka ýmsum stöðum strax; skólum, smásöluverslunum, skemmtistöðum og veitingastöðum - af ótta við hið óþekkta.

Upphafleg sönnunargögn sýndu þó að börn voru í takmarkaðri hættu þegar þau smituðust og að það voru aðallega aldraðir og alvarlega ónæmisbældir sem báru byrðar veirunnar.

Þrátt fyrir sönnunargögnin, mælti CDC samt með að skólum yrði lokað út skólaárið 2020.

Þó að einstökum skólahverfum hafi verið leyft að taka eigin ákvarðanir og margar sýslur undir stjórn repúblikana opnuðu skólan fljótlegaa aftur, héldu mörg helstu stórborgarsvæði sem voru undir stjórn demókrata skólum lokuðum í langan tíma.

Skildu eftir skilaboð