Þýskir sérfræðingar reiðir heilbrigðisráðherranum sem vill að allir fari í fjórðu sprautuna

frettinErlent1 Comment

Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Karl Lauterbach, hefur verið gagnrýndur af Covid-19 sérfræðingum fyrir að mæla með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir alla íbúa landsins, unga jafnt sem aldna.

Þýsk yfirvöld hafa hingað til sagt að aðeins aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóm skuli fá fjórða skammtinn, sem er í samræmi við ráðleggingar Evrópusambandsins.

Thomas Mertens, formaður bólusetningaráðs (STIKO) hjá Robert Koch stofnuninni, sagðist ekki hafa séð nein gögn sem styðja þessar ráðleggingar Lauterbach.

„Við getum ekki endalaust verið að bólusetja alla íbúa, þar með talið ungt og heilbrigt fólk, á hverju ári,“ sagði hann við þýsku útvarpsstöðina Welt og bætti við að hann teldi að þær ráðleggingar sem nú væru í gildi væru fullnægjandi.

Fyrr á föstudag varaði Lauterbach við því að Þýskaland stæði frammi fyrir „mjög erfiðu hausti“ og lagði því til að ungt fólk myndi íhuga að fá fjórða skammtinn til að verja sig yfir sumarið.

„Ef fólk vill njóta sumarsins og ekki taka áhættuna á að veikjast, þá myndi ég mæla með bólusetningu fyrir unga fólkið í samráði við heimilislækni,“ sagði hann í myndbandsviðtali við tímaritið Der Spiegel.

Lauterbach sagðist telja líklegt að STIKO, sem veitir opinberar ráðleggingar um bólusetningar í Þýskalandi, myndi fylgja tilmælum hans.

Hins vegar voru sumir af helstu veirufræðingum Þýskalands fljótir að gagnrýna tillögur heilbrigðisráðherrans.

Prófessor Alexander Kekule, forstöðumaður stofnunarinnar Biosecurity Research í Halle, sagði: „Ef heilbrigðisráðherra er með sínar eigin tillögur sem fara gegn ráðleggingum bólusetningaráðsins mun hann tapa trausti fólksins. „Það að ekki sé hægt að fá Covid eftir fjórðu bólusetninguna er algjörlega rangt.”

Dr. Klaus Stohr, sóttvarnalæknir, sagði tilmæli heilbrigðisráðherrans „hættuleg“ og sagði við Welt: „Þetta eru óábyrg samskipti.”

One Comment on “Þýskir sérfræðingar reiðir heilbrigðisráðherranum sem vill að allir fari í fjórðu sprautuna”

Skildu eftir skilaboð